Góðan daginn, ég heiti Erla, er kerfisfræðingur og vinn við TOK bókhaldskerfi sem skrifað er í DOS. Ég hélt að ég væri sérfræðingur í DOS kerfum fyrir öll WIN stýrikerfi en hef komist að því að svo er ekki, því miður :(
Ég var að fara í gegnum geisladiskana mína um daginn og fann þá leik sem ég keypti 1995 og heitir Premier Manager 3 og er framleiddur af Gremlin Interactive. Mér þótti þessi leikur alveg stórskemmtilegur á gömlu 486 vélinni minni og langar svo til að prófa að spila hann í dag. Málið er bara ekki svo einfalt.
Ég er með 750mhz vél með 32mb skjákorti, 256 í RAM og WIN2000 stýrikerfi og þegar ég reyni að ræsa leikinn fæ ég þessa villu:
DOS/4Gw error (2001): Exception 0Dh (general protection fault) at 32F:02270EB0 TSF32: prev_tsf32 5294
Þar á eftir koma tölur og númer og svo stendur Crash address (unrelocated) = 1:00000EB0
Þegar ég keyri install.exe þá setur hún hann upp en segir mér að ég þurfi allavega 3072k af Extended memory til að keyra hann og að vélin mín hafi ekki nóg. Síðan segir hún að auðveldasta lausnin á þessu er að gera Boot Disk sem á greinilega ekki við mitt stýrikerfi.
Þetta er ég búin að prófa:
Setja shortcut á desktopið og auka við minni
Ræsa vélina í VGA mode
Ræsa vélina í Safe Mode with Command prompt
Ræsa leikinn beint af CD
Ræsa leikinn beint úr Command
Ræsa leikinn beint úr C:\pm3
Ætli ég þurfi að setja inn dual mode OS, hafa bæði WIN98 og WIN2000 á vélinni eða dettur ykkur eitthvað í hug ?
Eða á ég að setja saman einhverja druslu með t.d. WIN95 á eingöngu til að keyra þennan leik ?
Endilega gefið mér betri ráð því mig er farið að dreyma þennan leik á hverri nóttu þeas að spila hann :)
Kær kveðja,
Erla