Það er almennt vitað að makkar eru oftast aðeins dýrari heldur en sambærilegar pc tölvur, sem er ekkert skrítið því að apple tölvur eru oftar en ekki betri og fallegari.
Þessar vikunar eru rosalegar breitingar í gangi hjá apple, enda eru þeir að fara að stað með alveg glæ nýja markaðs herkænsku. Hluti af þessari nýju stefnu hjá þeim er að fara meira út í að þróa og framleiða hluti ein og mp3 spilara og sambærilegar græjur, einnig eru þeir að koma upp apple verslunar keðjum um allan heim. Ég hef heyrt “rúmor” um það að ein þannig muni poppa up hér á landi, vegna lélegar frammistöðu apple umboðsins.
Nú langar mér til þess að spurja, af hverju eru allar apple vörur hjá aco/tæknival svona andskoti dýrar. Álagningin hjá þeim eru alveg stjarnfræðilega há. Ég er bæð pc og makka notandi, en ég notast nær einungis við pc síðustu ár. Það er vegna þess að ég fer ekki að leggja út í það að kaupa makka, þegar ég get fengið helmingi ódýrari pc tölvu.
En nóg um það. Ég er búinn að vera rosaleg spenntur undanfarið vegna þess að apple menn eru búnir að gera ipodið sívinsæla samhæft windows. Ef ég væri núna stattur úti í bandaríkjunum og vildi kaupa mér dýrustu tegundina af ipod(20) þá mundi það kosta mig ca 42.000kr. Ég hugsa mig um og segji “þetta er ekkert mikið” svo fer ég apple.is og skoða mig um. Þar er bara ein tegund af ipod á lista (eitthvað seríal númer sem enginn skilur) og er á krónur 63.950kr. Woah!
Ég geri ráð fyrir því að þar sé ekki verið að tala um nýustu og flottustu típuna af ipod því að það stendur að verðlistinn hafi ekki verið uppfærður í maí.
Hvað er pointið, hvað eru þeir að reyna að segja okkur!!!
Ég vill bara enda þessa grein á því að segja að þeir menn sem sjá um apple umboðið á Íslandi eru fífl. Að þeir haldi að þeir geti boðið kúnnum sínum upp á þetta er heimska. Ég vona að ég þurfi aldrei í framtíðinni að versla við þessa menn. Ég get alveg keipt þetta sjálfur úti, ef þeir vilja það. End of story.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*