Þá er það raunin, að ég fer að fá mér almennilega tölvu :)
Þannig er nú með mál að vexti að Landssíminn ætlar að setja upp ADSL tengingu þar sem ég bý (á Hellu), og þá verður að sjálfsögðu keypt ný og betri tölva, en hefur aldrei verið nein ástæða fyrir því fyrr. Hún verður svo aðallega notuð í leiki.

Þá kem ég að málinu, hvar fær maður bæði almennilega þjónustu og sem mest fyrir peningana (<u>EKKI</u> í BT, og ástæðan er mitt mál)? Ég vill sjálfur ekki eiða meiru en 150.000 kr. í þetta (frekar low on budget).


Örgjörvi: Að minnsta kosti 1600mhz, hef sjálfur ekkert vit á tegundum o.s.fr.v. Mér heyrist nú allir vera að tala um Intel eða AMD…

Harður diskur: Svona í stærra laginu. Alltaf að vera nóg eftir. Ég á eftir að dl helling af rusli á hann ;)

Vinnsluinni: Helst 512MB. Ég sætti mig ekki við neitt minna en 256MB.

Móðurborð: Ekki glóru :/

Hljóðkort: Ekki glóru heldur.

Skjákort: Ekki klár á neinum tegundum. Verður allavega að geta séð um alla almennilega leiki, svosem CS, Quake o.s.fr.v. (og ekki má gleyma The Sims :))

Skjárinn allavega 17". Þarf ekkert að vera flatur eða neitt.

Svo auðvitað ágætur skrifari, netkort, diskettudrif, helst prentari… kannski webcam… þið skiljið mig. Kannski hægt að kaupa tilboðspakka einhversstaðar?


Þá ætti það að vera komið. Nú þegar ég er búinn að skrifa þetta finnst mér ég reyndar vera að gleyma einhverju.