Kæri Blitz: Þegar versla á tölvu fyrir 150.000 þá kaupir maður ekki Titanium útgáfuna af GF4. Annaðhvort kaupir maður almennilegt GF3 eða GF4-MX.
Kæri Rikki, mitt ráð er >>>
*Skjákort: Ekki endilega kaupa dýrt merki, s.s. Creative Labs., þá ertu bara farinn að eyða óþarfa peningum í merkjavöru. Þetta er allt sama kubbasettið (e. „chipset”). Það eru til ódýrari framleiðendur sem selja sömu vöruna (Sparcle minnir mig að einn framl. heiti).
CS, Quake og The Sims reyna ekki mikið á nýleg skjákort, gamla góða 16MB Riva TNT ræður léttilega við þessa leiki, svo að það er bara peningaeyðsla að kaupa 40þ dýrara skjákort til að vera með það besta. Ef þú ætlar bara að spila þessa leiki ættirðu jafnvela að íhuga að kaupa ódýrara skjákort en GeForce.
*CPU: Ég mæli með Intel því að ég heyri of oft sögur um að ýmis vélbúnaður (e. „hardware” / skst. „HW”) og jafnvel hugbúnaður (e. „software” / skst. „SW”) gangi illa eða alls ekki með AMD, þó að það hafi verið að lagast. Athugaðu þó að Intel er dýrari en ég vara þig við öllum samanburðarsúluritum sölumanna. Tölvulistinn (www.tolvulistinn.is) leggur mikið upp úr AMD ef þig langar að kaupa þér slíkan örgjörva.
Varðandi hraða þá er ekki rosalegur munur á 1.7 gígariða (e. „GigaHertz” / skst. „GHz”) og 1.6GHz, en nú eru að koma 2.2GHz, þar tel ég að þú munir finna mun.
*Skjár: Kauptu góðan skjá, þá þarftu ekki að fjárfesta í slíkum næst þegar þú kaupir tölvu. Ef þú kaupir nýja tölvu síðar og vilt nota þessa tölvu áfram skaltu kaupa notaðan skjá til að nota með þessarri þegar þar að kemur.
*HDD: 60 gígabæta (e. „gigabyte” / skst. GB”) harður diskur ætti að vera nóg í bili, til að stilla verðinu í hóf. 60GB frá Tölvulistanum kostar 14.000kr, 20GB í viðbót kosta 2.000kr sem er ansi góður díll, svo ég mæli með 80GB ef verðmunurinn er svona lítill. Passaðu þig bara að diskurinn sé „ATA-100” og 7.2K RPM (7.200 snúninar á mín.) til að þú fullnýtir hraðann á honum. 120GB er bara allt of mikið ef tölvan á að kosta svona lítið.
*Minni: Ef móðurborðið (e. „motherboard” / skst. „MBO”) er með 2xMinnisraufar skaltu taka 1x512MB kubb (17.500kr hjá Computer.is), en oft er ódýrara að kaupa 2x256MB (samtals 15.000kr hjá Computer.is), það er bara verra til lengri tíma litið. Ekki kaupa SDRAM, nú er DDR (staðalbúnaður) og RAMBUS (fyrir þá kröfuhörðu) að taka yfir.
*CD-RW: Kauptu 16x eða 24x CD-RW, ekki kaupa 32x því að þá ertu bara að láta plata þig. Líkt og að 12x er „mesti” hraði sem CD-ROM geta lesið á þá geta skrifarar bara skrifað mest á ákveðnum hraða. Þegar 32x komu á markað hrundi verðið á 24x og 16x eru bara gefins (ef þau fást e-r staðar). DVD máttu bíða með ef þú ert með DVD spilara tengdan við sjónvarpið því að það eru fáir tölvudiskar ennþá sem koma á DVD, það eru helst bíómyndir sem koma á DVD. DVD tölvudiskar er enn ekki orðið það algengt. Einnig ættirðu þá bara að bíða eftir að DVD-RW verði á viðráðanlegu verði. Svo hef ég heyrt að innan fárra ára komi á markað tækni sem er mun öflugri en DVD…
*Hljóðkort: Ég mæli með SoundBlaster. Audigy kortið er best en einnig dýrast svo að SB Live! ætti að duga, enda feyki nóg fyrir almennan tölvunotanda. Live! er líka of gott ef maður er bara með tvo hátalara. Reyndu að kaupa hátalara með bassaboxi og helst Dolby Digital 5.1 eða þ.h. ef þú vilt fullnýta það hljóðkort. En það er ekki ódýrt.
*Þjónusta: Ég mæli með EJS (www.ejs.is), þeir veita framúrskarandi þjónustu og verðið er ekki ofar skýjunum, ég hef líka heyrt að það sé að koma e-r rosagóð 2GHz vél bráðlega þar á bæ. Ódýrast held ég er að versla við Tölvulistann eða Computer.is, en ég veit ekki hvernig þjónustan er þar (t.d. varðandi galla og vöruskil) en ég verð að segja að ég hef heyrt ýmislegt misjafnt um Tölvulistann en ágæta hluti um Computer.is.
Mitt ráð til þín er að leggja annaðhvort til meiri peninga og láta tölvuna endast lengur eða sleppa því að hugsa um það besta (enda verðu það ekki best lengur á morgun). Kíktu vel á öll tilboð, best er að rannsaka vefi fyrirtækjanna fyrst og fara á stúfana svo.
Ég veit að þetta var mikill lestur en ég vona að skrif mín hafi gagnast e-m. Endilega komið með athugasemdir varðandi innihald þessa greinarsvars svo að ég geti lært af þeim ranghugmyndum sem ég kann að hafa gert mér og ritað hér. EKKI tuða um lengd svarsins, enda var það ekki mitt mál hvort þú last það eða ekki. Ég var bara að skrifa þetta til að hjálpa greinarskrifara.
Ef það er e-ð meira sem mér dettur í hug þá skal ég setja það hér inn. :)
(PS: ég nenni ekki að lesa yfir þetta aftur til að leita að villum)
“Ef konur væru með 3 brjóst, væru menn þá með 3 hendur?”, boossmio
1. Skjákort - Sammála nokkuð, bara ekki fá þér TNT 16mb :P mæli með Geforce3 eða Geforce4 mx ef þú ert í einhverjum leikjum, einnig eru nýju Radeon kortin mjög góð.
2. Örgjörvi - Fyrst þú vilt fá eitthvað ódýrt þá mæli ég með AMD en ekki Intel, nokkrar ástæður. Hraðara miðað við sambærilega Intel örgjörva, ódýrara, og belive it or not, fleiri tegundir af móðurborðum til að velja út. Ef þú ættlar að overclocka þá mæli ég reyndar með P4 1.6a. Þetta myth að dóterí virki ekki með AMD er ekki allveg rétt, það eru einstaka móðurborð sem eiga stundum í vandræðum með t.d. hljóðkort og svoleiðis en það eru bara sumir jafnvel þó að þeir séu með nákvæmlega eins búnað. Og sú saga að hugbúnaður gangi ekki á AMD er allgjört rugl.
3. Skjár - Mikilvægasti hluturinn við tölvuna, fáðu þér helst 19" frá góðum framleiðanda. Athugaðu skjái í þínu price range á nokkrum stöðum og farðu á netið og leitaðu að því hver er bestur.
4. HD - Bara eitthvað nógu stórt, þú munt meira vera var við þegar plássið hverfur en að diskurinn sé eitthvað hægur. Ekki fá þér IBM.
5. Minni - DDR 266mhz, jafnvel þó að þú fáir þér KT333 chipsettið, græðir bara eitthvað um 0-5% á því að vera með 333mhz minni. Ef þú færð þér P4 þá skiptir meira máli hvernig móðurborð þú færð þér hvernig minni þú færð þér.
6. Skrifari - 16x skrifari er nóg, lítill tilgangur í að fá sér hraðari nema að þú sért að skrifa rosalega mikið.
7. Hljóðkort - Soundblaster live 5.1 eða Audigy. Hátalar skipta meira máli.
8. Þjónusta - Mæli með hugveri, jafnvel tölvulistanum og svo hef ég heyrt gott um Tölvuvirkni. Ekki kaupa frá computer.is því að þú ert nýr í þessu, maður verður að hafa smá tækniþekkingu til að rífast við starfsfólkið ef maður þarf að skila einhverju þar (hefur komið fyrir). Stóru fyrirtækin EJS, HP, Tæknival, stay away. Þau fyrirtæki einblína á fyrirtæki og bjóða super service fyrir þá, einstaklingar sitja oft eftir og auk þess er verðið hjá þeim svo fáranlega hátt miðað við þjónustuna sem þú munt nýta þér hjá þeim.
0
Fyrst þú ert í budgetinu þá mæli ég með Tölvulistanum. Skítaþjónusta en þeir eru hræódýrir.
Gjörvi: Amd Athlon 1900XP kr. 19.900
Móbó: Fyrst þú ert að spara. Þá held ég að ég mæli með nForce borði. Það verða margir sem mótmæla þessu. En það verður að viðurkenna að maður fær það sem maður borgar fyrir og þú þarft bara ekkert meira. Í móðurborðinu er gForce2, hljóðkort og netkort. (MSI nForce420pro kr. 17.900)
Skjákort: Með í móðurborði.
Minni: Veldu bara:
256mb DDR 266mhz kr. 9.990
512mb DDR 266mhz kr. 17.900
Skrifari: Fer eftir hvað þér vantar. Sumir eru hægari en geta líka spilað DVD. Aðrir hraðari en þá hefuru ekki DVD drif. En þetta er allt frá 9000 upp í 15.000. Þú bara velur sem þér hentar.
Skjár: Get bara ekki mælt með neinu. Mundu bara að það er óvinnandi með neitt minna en 19“. :) Færð þér bara skjá fyrir afganginn. Verð á einum í minni gæðakantinum er 19” Sampo á 34.900
Harður diskur: Ok… Hér erum við komnir í það mikilvæga. Nú á dögum eru diskar vanmetnir. En staðreyndir er að þegar að diskarnir er það sem hægir mest á tölvum nú til dags. En sem betur fer er tölvulistinn með bestu diskana fáanlega. Veldu þér ekkert nema Western Digital
og ekkert nema “Special Edition” Diska. Það gæti þurft að sérpanta þá en það er þess virði. Málið er að þeir eru með 8mb buffer miðað við aðra sem eru með 2mb at most. Dekraðu við þig hér. Hér eru svo verð:
80 GB, WD “Special Edition” (WD800JB) kr. 17.900
100 GB, WD “Special Edition” (WD1000JB) kr. 29.900
120 GB, WD “Special Edition” (WD1200JB) kr. 32.900
Og svo er það tölvukassi, snúrur, alfgjafi og svona sem ég fer ekki út í hér. Þú lætur verkstæðið setja þetta saman. ÞAð kostar kanski einhvern 5000 kall en þú spyrð þá. Eitt en. Fáðu þér ViPower rack. Þetta er einskonar drif í tölvuna þína þar sem þú getur sett harða diska í. Virkilega þægilegt ef þú ert að treida einhverju sem Microsoft má ekki vita af. Með auka softwarei þá er þetta meira segja hot swappable.
0