Sælir félagar

Nú á næstu dögum ætla ég að fjárfesta í mjög góðri tölvu. Ég skipti við lítið fyrirtæki sem mun sjá um a kaupa hlutina sér og setja tölvuna saman. Ég ætlaði fyrst að gera það sjálfur en svo eftir smá umhugsun bara nennti ég varla að standa í því veseni.

Tölvan sem ég er að hugsa um er aðallega fyrir leiki…..

Hér er nokkuð nákvæmt specification á hvernig ég er að pæla í að hafa hana, endilega kommentið á það ef þið nennið…..

Örgjörvi: AMD K6 eða K7, frekar öflugur, samt er hann ekkert priority hjá mér

Harður diskur: 100-120 GB, bara að hann sé nógu andskoti stór :)

Skjákort: GeForce 3 eða jafnvel 4. Eða er 4 kannski bara pipe dream fjárhagslega séð?

Móðurborð: Eitthvað sem supportar vel uppfærslur

Minni: 512 DDR eða 1024 venjulegt til að byrja með. Hvort haldið þið að sé betra?

Skjár: 17", Triniton helst


Og svo náttúrulega SB Live!, eitthvað netkort, diskettudrif, skrifari og whatnot…..

En þetta er svona beisikklí hugmyndin mín.

Endilega kommentið ef þið getið á þetta á einhvern hátt, hvaða vélbúnaður sé bestur m.t.t. verðs, hvað sé sparf (les: rusl) og bara hvað sem er….

Zedlic