Ólöglegur hugbúnaður hefur verið mikið vandamál á undanförnum árum, ég tala nú ekki um þægindi þess að geta fengið leiki senda frá vinum sínum gegnum ADSL-ið.
Tekur 1-5 tíma að fá heiluleikina senda, og hvert þæindi kostar útgáfuryrirtæki og búðir hér á landi mikin mikin pening.
Videoleigur og kvikmyndahús eru að tapa á vcd\divx sem er út um allt á netinu.
Sá sem hefur kunnáttu getur náð sér í allar myndir, mjög auðveldlega, og hvaða tölvuleik sem er, hvort sem það sé fyrir PC eða leikjatölvu.
Bretar hafa tekið upp ný lög, þar sem hver sá sem dreyfir eða kóperar(til eigin nota) hugbúnað, svo að það brjóti gegn útgáfurétti, getur átt yfir höfði max 10 ár í fangelsi.
Spurningin er: Er eitthvað gert í þessu hérlendis?
Man ekki eftir að hafa lesið nokkurntíman að lögreglan hafi lagt hald á einn einasta geisladisk sem inniheldur ólöglegan hugbúnað.