Um daginn var ég að lesa grein varðandi úthlutin á IPv4 og það kom fram þar, að IPv4 tölur eru ókeypis, og það er bannað að verðþeggja þær.

Ég fékk mér ADSl hjá símanum á sínum tíma, og ég bað um fasta IP tölu, ég fékk hana og það er flott, en ég þarf að borga 500kr á mánuði fyrir að fá að hafa fasta IP.

Það kostar ekkert að nota dynamic ip.

Hversvegna kostar að hafa fasta IP? Þrátt fyrir að það sé bannað að selja\legja IPv4 Addressur?

Fyrir 1500 notendur með fasta ip, rukkast 750.000kr
Svo það er mikið hægt að græða á því að brjóta þessa littlu reglu.

Athugið, að þeir eru að selja ‘loft’
Eftir að hafa sett inn stillingar einusinni “þas gefið mér fasta ip, sem tekur nokkur lyklaborðsklikk” .. þá þurfa þeir ekkert að eiga við kerfin eftir það, + það er minna álag á þeim sökum þess að þetta er föst ip.


Ég vil að fólk segi sína skoðun á þessu.