Þetta er einfaldlega ekki rétt. Ég man þó að til skamms tíma gátu ADSL notendur hjá Simnet, með dynamic IP lent í vandræðum með að komast á IRC, en það sennilega um það bil ár síðan það var leyst. Þrátt fyrir að IP talan sé ekki föst, _deila þeir henni ekki með neinum_, NATtinn hleypir nýjum tengingum (SYN) inn til þeirra. Ég veit um Simnet notendur á dynamic IP tölum sem keyra FTP þjóna, og sitthvað annað, og fjöldamarga sem nota IRC, án nokkurs konar vandræða. Hver IP tala fær jafnan að tengjast íslensku spjallþjónunum tvisvar eða þrisvar. Meðan þú kemur EINN út á IP tölunni þinni, hvort sem hún er static eða dynamic, er þar engin fyrirstaða.
Sjálfur er ég oft staddur á stað, þar sem allt að 20 tölvur eru “translataðar” út á einni löglegri IP tölu. Bakvið beininn geta allir browsað, IRCað (við keyrum identd, og höfum I-línu sem leyfir hverjum user@host að tengjast IRC þjóni einu sinni), netspilað hvaða tölvuleik sem er, sent og tekið við DCC sendingum, notað Morpheus, KaZaa, MSN o.s.frv, en erum þrátt fyrir það á 10.0.0.x IP tölum, sem beinir translatar út á netið. Með vel uppsettum beini, og smá netkerfaþekkingu, er ekki mikið mál að koma þessu við. Nánari útskýringar á hvað gengur (og hvað ekki) bak við slíka beina, og lausn á þekktum p2p vandræðum, geturðu fundið í nokkuð löngu greinasvari Smegma á þessari slóð:
http://www.hugi.is/netid/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=492623&iBoardID=99&iStart=10 - “annars verður árekstur og viðkomandi lendir í að vera lokaður úti.” er út í hött.
100% virkni og ekki 100% virkni - þú getur hýst servers, notað öll peer to peer forrit, sent og móttekið DCC, og allt sem hugurinn girnist með dynamic IP hjá velflestum netþjónustum hér á landi, Simnet þar með talið. Sumt af því krefst þó öðruvísi stillinga en hjá þeim sem eru með fastar IP tölur (t.d. localhost/local info stillingar í mIRC).