Ég var að velta fyrir mér heimasíðum tölvufyrirtækjanna. Persónulega finnst mér nokkur fyrirtæki standa sig mjög illa í þeim efnum og BT er eitt af þeim. Þeir uppfæra síðuna sjaldan og eru búnir að vera með sömu uppsetningu á síðunni í óratíma og breyta aldrei til. Svo er ekki nógu mikið á síðunni, vantar meira efni og fleiri vörur. Þeir ættu kannski að leggja meira í þetta, ég meina, þetta er nú tölvufyrirtæki!

Elko eru mjög slappir, ekki einu sinni með heimasíðu, það þarf ekkert að fara nánar út í það.

Tölvulistinn er með fína heimasíðu og Tæknibær stendur ágætlega að vígi.

Svo eru stórfyrirtækin Nýherji og Tæknival alltaf með sínar síður á hreinu að mér skilst.

Ef þið þekkið einhverjar fleiri síður sem eru góðar eða lélegar, endilega deilið því með okkur hér.
Mér finnst mjög slappt hjá tölvufyrirtæki að vera með lélega heimasíðu…