Já sælir langaði að deila hérna smá músarráðum með ykkur hugurum :D
Ég er nú að spila quake live og hef verið að kaupa mýs alveg í röðum .. veit ekki alveg afhverju , en einhvern veginn ekki alveg ánægður með virkni og þægilegheit , þess ber að geta að ég er örfhentur .
Ég ætla að taka hérna 3 mís og fjalla aðeins um þær , því ég á þær allar heheh , fer ekki að fjalla um eitthvað sem ég hef ekki prófað
Ég á gigabyte M8000 sem kostaði 9900 hjá tölvutek
svo er ég með Logiteck G500 sem vár á 9900 hja tölvulistanum
Svo er það A4teck x7 “XL-747H” á 7000 hjá kísildal
allt eru þetta “GAMING” mýslur
Svo það sé nú allt á hreynu þá er þetta mitt álit á þessum rottum , þið sem eruð ekki sammála eða eitthvað solleis , endilega ekki vera með skítkast :D hafið bara ykkar álit og endilega postið því hér .
Ætla nú ekkért að vera tala mikið um dpi samt smá Logiteck músin hefur 5700 dpi Gigabyte 4000 dpi og x7 3600 dpi
Eftir að hafa testað þessar mýs mjög mjög vel er gigabyte músin sú leiðinlegasta , gamla fatality músin mín mun betri virkaði ofurnæm sama hvað maður gerði .. nema sens 1 eða eitthvað hehehe , fann líka að hún var leiser! var með þetta gay sem maður þoldi ekki við leiser mýsnar í byrjum smá vott af þeirri tilfinningu.
fannst hún svara frekar ömurlega og fannst hún alltaf frekar ómöguleg sama hvað maður gerði svo hún fór bara í skápinn.
Svo fór að birta til þegar ég verslaði mér G500 músina , þá í fyrsta skipti á lífsleiðinni fannst ég ekki vera með leisermús , gríðalega góð næmni og virkaði eins og það væri solid stjórnun á græjunni , fann mig ágætlega með hana nema rétthenta dæmið var smá að bögga mig , Hún var bara snilld það er ekkért hægt að seigja annað , mjög góð mýsla .
Svo bara er það furðulega sem skeði hehe nokkuð skondið .. ég var búinn að lesa um X7 músina á netinu og blabla og hún var flokkuð sem “flottheit fátæka mannsins” miðað við logiteck og allar þessar “bestu”
Svo er ég að lana með bróðir og sé að hann á svona X7 og prófa aðeins að taka í hana .. bara smá , og það er fyndið að ég trúði hreinlega ekki hvað hún virkaði vel , hugsaði með mér er drasl fátæka mannsins að virka betur en flotta dótið ? allavega var það búið að stimplast í hausinn á mér “drasl fátæka mannsins x7”
Svo ég sló til og verslaði mér eina X7 á 7000 kall , ódýrari en hinar 2 og þegar ég byrja að spila með þessari mýslu bara
verður leikjaspilun auðveld , loksins eitthvað sem er eins og hugur manns , nákvæmnin og snerpan er bara í sérflokki , mér finnst þessi mýsla éta g500 með húð og hári , það besta er að þessi mús virkar soldið draslaraleg miðað við logiteck og gigabyte
Svo ég ætla bara að gefa stig hérna í lokin
1 sæti X7 10stig ótrúleg
2 sæti Logiteck g500 9stig mjög góð
3 sæti fatality gamla 7stig góð
4 sæti Gigabyte M8000 2stig drasl að mínu mati
Jamm þá vitið þig allavega mína skoðun takk fyrir .