Nú til dags er sífelt verið að tala um hvaða operating system er “hið fullkomna”. Maður er að heyra að Microsoft ætli að bæta þessu við í nújasta XP, að Macintosh sé komnir með þetta og hitt með nýjasta mac-os X eða eitthvað því um líkt. Allir eru að rífast um hvort stýrikerfiðið sé betra.
Í gegnum mín (fáu(ca. 3-4)) ár sem tölvu (nörd)/ áhugamaður, hef ég kynnst bæði Mac-Os og Windows. Það byrjaði veturinn ‘98 þegar að ég var 12ára. Ég var búinn að nöldra í móður minni endalaust um að fá tölvu. Ég gat séð að áhuginn fyrir tölvu var byrjaður að vaxa, þar sem að móðir mín var kennari, en faðir var og er enn núna listmálari. Móðir mín sá þetta sem tækifæri til þess að komast í samskipti við alheiminn (netið var að verða vinsælt), á meðan að faðir minn hafði einhvern áhuga á tölvum (veit ekki af hverju…). Ég sá þetta sem tækifæri til þess að komast í netspilun sem að ég aðhiltist frá byrjun. Þegar að við komumst á samkomulag um að kaupa tölvu var ákveðið að kaupa skildi iMac tölvu. Ég var að fyrstu mjög á móti þeirri ákvörðun, þar sem að ég vildi PC (flestir vinir mínir áttu PC).
Eftir smá stund fór ég að kynna mér möguleika macanna og lærði þó nokkuð í 3D modeling & animations (gegnum forrit sem nefnist Extreme 3d). Hinsvegar, var mér það mikil sorg, að ég gat ekki farið og nutið on-line gaming eins og ég var að vonast eftir. Hinsvegar tók ég eftir leikjum frá Blizzard eins og Starcraft, Warcraft II og Diablo. Einnig tók faðir minn eftir öðrum kostum maca, og féll inn í heim tölvu tónlistar-sköpunar.
’99 var ég að spila leiki eins og Realmz og eitthvað í þá áttina. Á þeim tíma fannst mér macinn byrjaður að verða leiðilegur, en það er aðeins vegna þess að ég var fyrir FPS og RPG leiki. Hinsvegar var faðir minn að elska macann og hélt 1sta sætinu á MP3.com í margar viku fyrir eitt af lögum hans (undir Experemental music).
'00 fermdist ég og keypti mér Gateway 500mhz 128sdram Voodo3-2000 PC tölvu með Windows 98SE. Fyrst var ég alveg fastur með öll nýju commandin, nýja útlitið og tveggja-takka mús… Ég fór samt straxs og keypti mér Half-Life+Opposing force, Sidewinder Force feedback Joystick og fleira. Ég féll straxs fyrir hinum nýja heimi.
Nýlega hef ég fengið mér 256(k)b adsl tengingu og er að láta draum minn rætast með on-line gaming.
Reynslan mín hefur kennt mér að Mac-Os sé MUN betri launs fyrir fyrirtæki, listamenn og aðra af því tagi. Macinn býður uppá mun meiri tónlistar-framleiðslu (hefur almennileg forrit). Hinsvegar er windows mun þægilegra fyrir fjölskyldur og/eða leikjaspilara.
Ég hef einnig eina spurningu fyrir alla þessa Mac og/eða windows sérfræðinga: Ég fékk mér innbygt adsl og var sagt að ég gæti sharað connectioninu með iMacanum gegnum ethernet. Ég er búinn að tengja tölvurnar saman (með 45m snúru, úff), og næ alveg að pinga macann. Hvað geri ég næst? Hvað þarf ég að stilla og hvernig?
Kveðjur.