Allt í lagi með það, svo leið á haustið og fartölvubæklingarnir fóru að rigna inn. Ég fann þessa ágætu tölvu hjá Elko. Fujitsu Siemens amilo 7400 minnir mig… allt gekk vel í fyrstu.
Fyrstu mánuðirnir gengu áfallalaust fyrir sig, eftir að fyrstu önninni lauk fór ég í annan skóla og frændi minn fór að fikta í tölvunni, einhver tölvunörd sem er búinn með eitthvað slatta í tölvuviðgerðum og ég veit ekki hvað, og hann sagði mér að það væri bara vesen að vera með Windows home editon, og sagðist hann eiga profesinal og gæti sett það upp fyrir mig.
okay ekkert mál með það, ég fann bara ekki neinn einasta mun. tölva er tölva fyrir mér.
Allt í einu einn daginn bara slökknaði á tölvunni, gat bara ekki með neinu móti kveikt á henni, hún var fullhlaðin og allt, þannig tölvan fór í sína fyrstu viðgerðarferð. Fékk hana nokkrum dögum seinna, allt í lagi með hana, veit ekki einu sinni hvað var að.
Þegar sumarið kom þá keypti ég mér stafræna myndavél, gat samt ekki tengt hana með usb snúrunni. og komst síðan að því að þetta væri eitthvað í tölvunni, þannig enn fór hún í viðgerð, og þá kom það í ljós að þetta windows professional var ólöglegt forrit og gerði það að verkum að usb tengið virkaði ekki… og þurfti að formata tölvuna…!! soldið fúlt því mikið af dóti var í tölvunni, en mamma er eins og hún er, alltaf tuðandi í manni að skrifa myndirnar á diska, sko, það borgar sig stundum að hlusta á hana :)
Jæja aftur fékk ég tölvuna og þá virkaði hún og ég gat sett inn myndir, sjibbí…
Svo var komið haust á ný, ég byrjuð í enn einum skóalnum sem maður þurfti að vera með tölvu, ég var bara í rólegheitum heima að downloada dóti (ólögleg er ég, ég veit) og sagði skýrt og greinilega við alla fjölskyldumeðlimi að enginn mætti koma nálagt tölvunni, þvi´ég væri að nota hana í annað. Fór svo að vinna, var voðalega pirruð eitthvða þennan dag og kom svo heim, hvað blasir við mér á eldhúsborðinu? jújú, tölvan. Ekki á staðnum sem ég skildi hana eftir, og eftir að hafa sagt “enginn má koma nálagt tölvunni” þannig ég varð enn fúlli, og settist niður og kveikti á tölvunni, skildi svo ekkert af hverju takkarnir virkuðu ekki, þá var ég orðin öskuvond.
Þá kom systir mín til mín og sagði að mamma hefði leyft henni að fara í tölvuna og hún hafi verið að drekka appelsín og hellt óvart yfir… ekki nóg með að ég leyfi henni ekki að fara í tölvuna, þá hef ég gert mjög skýrt að það eru reglur í sambandi við tölvuna og drykki, ég leyfði ekki einu sinni sjálfri mér að drekka nálagt tölvunni OG ég sagði skýrt og greinilega að enginn mætti fara í hana, þannig ég var BRJÁLUÐ… en allt í lagi með það, tölvan fór í sína 3ju ferð á verkstæði, og mamma fékk að sjá um reikninginnn því ég kæmi ekki svo mikið sem nálagt þessu. Tölvuna fékk ég til baka, langar að segja í góðu standi, en helvítis “a” takkinn var oftar en ekki laus, maður þurfti sérstaklega að passa uppá hann… og svo komu svona dagar sem bróðir minn fór í tölvuna í leyfisleysi og týndu takkanum, þakka guði fyrir að finna hann í hvert skipti.
tölvan var í góðum málum í næstum því ár þegar annað óhappið dundi yfir, þá var ég komin í ENN einn skólann… og tók aldrei tölvuna mína með, en ákvað að gera það einu sinni því ég þurfti að vinna verkefni, fattaði það þegar ég var komin í skólann að eg væri að vinna þann dag, þannig ég tók tölvuna með í vinnuna, þarf að taka strætó þangað, ég er rétt kominn inní strætóinn þegar hann ekur a stað, og ég misssi jafnvægið og tölvan skellist í staur, how great?
jájá, skjárinn brotnar. Típíst. Jæja tryggingarnar bjarga mér fyrir horn, gat valið um að láta laga tölvuna eða fá pening fyrir tölvuna. Eftir allt þetta þótti mér ákvaflega vænt um tölvuna og innihaldið, og því lyklaborðið hefði skemmst, og skjárinn, þá var lítið eftir.
þannig ég sá fram á bjarta framtíð. jæja, tölvan var þarna LENGI, og var BARA vesen að fá hana til baka. var strax farin að sjá eftir að hafa látið laga hana. eftir svona 2 mánuði fékk ég tölvuna aftur, alveg glatað hjá þeim á verkstæðinu. Tölvan var í frábæru standi í hvað 2 vikur? og svo skemmist dótið til að hlaða, ekki hleðslutækið heldur það sem er inní tölvunni… þá gefst ég endanlega upp, sendi hana svo á verkstæði og ath hvað væri að og hvað ég mætti búast við að það kosti að láta laga.
jájá, móðurborðið farið… 80 þúsund að láta laga takk fyrir… auðvitað voru tryggingarnar ekkert tilbúnar að hjálpa, enda nýbúin að kaupa nýjann skjá fyrir mig.
Í dag sló ég bara öllu uppí kæruleysi, tók mér tölvukaupalán og pantaði eitt stykki MacBook!! Ætla vona að ég verði heppnari með þaða tölvu, ég lærði líka ýmislegt af hinni tölvunni. T.d.:
ekki leyfa systkinum mínum að fara í hana
hafa password til vonar og vara
ekki láta drykki komast nálagt tölvunni
ef eitthvað kemur uppá og tryggingar bjóðast til að borga, taka því frekar en að láta laga (eða það er misjafnt eftir hvað skeður)
Ofurhugi og ofurmamma