þetta er kanski óréttlátt en samt mjög sniðugt hjá sony. Þeir hafa rosalegan fanbase í japan sem að hugsar ekki um að kaupa annað en sony vörur, það er lang sniðugast fyrir þá að koma vel fram við þennan hóp því hann er lang stærstur og þeir græða mest á honum. Þeir gætu aldrei lækkað verðið allstaðar því að þeir tapa nú þegar nógu miklu á hverri seldri PS3 tölvu svo að þeir ákveða að gera það í japan, þar sem að þeir eru stærstir og það setur PS3 í sama verðflokk og xbox 360 þar og heldur þessum fanbase ánægðum.
Það sem er hinsvegar mjög óréttlátt er hvað þeir hugsa ekkert um okkur evrópu búana. Við fáum tölvuna löngu seinna og svo dirfast þeir að segja að evrópu búum sé alveg sama. Að við séum það miklir sony fanboys að við munum með glöðu geði kaupa þeirra rándýru leikjatölvu alveg sama hvernig þeir koma fram við okkur. Ég er mun meira pirraður á hvað þeir eru rosalega hrokafullir núna með þetta “next gen dosen't start untill we say so” dæmi þeira, ljúga endalaust og standa svo aldrei undir væntingum. Ednalaust slæmar fréttir og fleiri og fleiri vandamál. Ég er allavega 100% viss um að ég fái mér aldrei PS3. Mun kaupa mér Xbox 360 um leið og ég á meiri pening.