Hugbúnaðarrisinn Microsoft er að hanna tónlistarspilara í von um að ná markaðshlutdeild af Apple sem nánast einoka markað svokallaðra mp3-spilara. Talsmenn fyrirtækjanna hafa verið að kynnað tækið fyrir útgáfufyrirtækjum, en það mun að sögn spila jafnt tónlist sem myndefni og búa yfir þráðlausu netkorti svo eigendur þess geti hlaðið niður tónlist án þess að tengja tækið við tölvur sínar.

Engin opinber yfirlýsing hefur komið frá Microsoft og óvíst er hvenær tækið kemur út. Fyrirtækið hefur hingað til ekki tekið þátt í framleiðslu mp3-spilara, en hefur hins vegar selt Windows Media tækni sína, sem er læst þjöppunarform, til annarra framleiðenda.

Um 80% seldra mp3-spilara eru af gerðinni iPod. iTunes verslun Apple hefur selt rúmlega milljarð laga frá því þjónustan var opnuð fyrir þremur árum.
Mbl. 6.7.2006

Ég held að “ef” þetta verði að þá mun þetta ekki ganga til lengdar. Microsoft er með WMa. Eitt ansalegasta snið sem ég veit um. Geta læst skrám að bara sé hægt að spila í WindowsMediaPlayer. Frekar að gera þetta eins og apple og hinir sem selja mp-3 að selja þau og þegar þú ert búin að kuaupa lagið þá áttu það en ekki eins og t.d tonlist.is sem selur lagi en nei nei þú kaupir réttin til að spila það í mánuð. Einskonar leiga, og ef þú villt eiga það þá getur keypt það. Eins er tónlistin þar í lélegum gæðum svo það fer að borga sig að finna lögin og diskanna og Rip-a þetta sjálfur.

Svo mikið voru mín orð.
Með URRR-andi kveðju