Tölvuúr hafa ekki fengið neina stóra dreifingu. En núna er til handleggstölva sem getur státað sig að vera með þeim bestu lófatölvum en því miður í stærsta lagi.
Zypad 1000 er eitthvað milli tölvuúrs og lófatölvu. Maður er með hana á handleggnum en hún er alltof stór til að vera venjulegt úr. Bara skjárinn er 3.5“. Qvga upplausnin er 240x320 punktar og 256.000 litir eru náttúrulega betri en t.d svarthvíti skjárinn með upplausnina 160x160 sem er á Fossils Palm OS-klukka er með.
Stýrikerfið er Linux eða Windows CE, eftir því hvað viðskiptavinurinn kaupir.
Nú er það svo að þetta er ekki vara sem hægt er að kaupa í venjulegri verslun. Zypad er gert fyrir her, lögreglu, heilbrigðisstarfsmenn og tengd vinnuteymi.
Þrátt fyrir það að markmiðið er að þessir hópar nái að tengjast, er skrýtið að bara sé hægt að nota w-man til að tengjast Zypad.
Fyrir utan að hafa w-lan þá er hún líka með bluetooth og með gps. Hún er einnig með hreyfiskynjara sem getur skynjað ef sá sem ber hana er órólegur eða hefur dottið um koll.
Zypad uppfyllir þær kröfur um að þola það semIP54 reglan gefur til kynna. Það þýðir að hún er með sama ryk og vatnsþol og margir farsímar eru með. Lengd rafhlöðunnar er gegnumgangandi 8 tímar, en fer eftir því hvernig hún er notuð.