Ég bara gat ekki staðist mátið á að skrifa smá grein um málefni sem er farið að fara alveg ógurlega mikið í taugarnar á mér undanfarið, en það eru Linux “wiseguys” sem greinilega vita allt um Windows, Linux og þar á milli.
Í fyrsta lagi, ekki misskilja mig, það er til fullt af góðu fólki sem notar Linux í góða og þarfa hluti (ég er sjálfur með Linux DNS server) en oftar virðist vera meira af (gjarnan mjög ungu) fólki sem er svo sannfært að Linux sé guð að þetta er farið að minna á hvernig Macintosh fólk var hérna í “gamla daga” ;)
Sjálfur er ég forritari og vinn m.a. mikið með ASP og tengda hluti, og það voru einmitt aðilar sem svöruðu nýlegri grein inná “vefsíðuverð” sem “ýttu mér yfir strikið” til að skrifa smá grein :)
Afhverju er þetta fólk með endalaust skítkast útí Microsoft og allt sem kemur frá þeim? jújú, það var ýmislegt slæmt (næstum allt) sem kom frá Microsoft hérna áður fyrr en það eru orðin ansi mörg ár síðan og í dag tel ég Microsoft vera að gera mjög fína hluti, en inná milli er jú ýmislegt sem er ekki fullkomið, enda ekki við öðru að búast frá svona risa fyrirtæki, s.s. það er ekki hægt að hafa *allt* “fullkomið”
Eitt sem kom mér á óvart en það er t.d. skítkast útí Windows 2000 og server hliðina þar (t.d. IIS 5). Á hvaða reynslu/rökum byggir þetta fólk þetta skítkast? ég get ekki ýmindað mér það. Ég er búinn að vera að nota Windows 2000 og IIS 5 í tæp 2 ár og get ekki sagt annað en að ég sé MJÖG ánægður með þessi kerfi. Við keyrum nokkur vefsvæði (m.a. eitt nokkuð stórt með töluverðri traffík) og ég veit um mörg fyrirtæki á alheimsvísu sem keyra mikla og stóra vefi á IIS 5. Á þessum ca. 2 árum sem ég hef keyrt IIS 5 þá man ég ekki til þess að hann hafi farið niður (nema þá vegna restarta sem ég gerði þegar ég var t.d. að keyra inn service pakka o.s.frv.)
Ég bara spyr, afhverju hegðar þetta fólk sér svona? mín skoðun á þessum Windows/Linux, ASP/PHP málum er að hver eigi bara að nota það sem hann vill og finnst þægilegt. T.d. með Linux er voða mörgum sem finnst spennandi að fikta með Linux vegna þess að hann er svo “tæknilegur og flókinn”, og ég get alveg skilið svona “fikt þörf”, en hvaðan kemur þetta svakalega hatur útí Microsoft og sannfæring þessa fólk að það komi bara drasl frá þeim ?? er það vegna þess að Microsoft “er djöfullinn” (eins og ég hef heyrt einhvern segja hérna inná huga)? já, það er margt við viðskiptaaðferðir Microsoft sem er ekki beint “rétt”, en ég persónulegt ætla ekki að láta það stoppa mig í að nota góð tól, tól sem mér finnst þægilegt að nota og ég sé mikla framtíð í. Eftir allt, ekki gleyma að Microsoft er ekki bara einhver ein ill eining, þarna vinnur mikið af mjög hæfileikaríku og góðu fólki sem er að gera góða hluti.
Ég veit að svör við þessari grein eiga eftir að vera margbreytileg (og örugglega mikið af ofantöldu fólki sem les ekki einusinni þetta langt), en ég vill bara fá fólk til að hugsa aðeins um þetta málefni og sjá hvort það séu ekki fleiri sammála mér :)
Og fyrir alla ykkur pure “linux fiktarana”, ekki gleyma að það er fullt af fólki sem nennir ekki að eyða öllum tímanum í “fikt”, heldur vill actually skila VINNU af sér.
Með von um góðar undirtektir og ekki gleyma: “Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir” :)
“Skarsnik”