Logitech G15 Lyklaborðið Svo virðist sem að eyðslusemi framleiðenda í tölvumýs sé aðeins byrjuð að dofna og besti vinur músarinnar fái sinn hlut , lyklaborðið.

Nýja G15 lyklaborðið frá Logitech býður uppá nýja fítusta , og ber þar helst að nefna “programmable macros” , upplýsta takka , og lítinn LCD skjá , (160x43 til að vera nákvæmur).

Nú , hægt er að nota skjáinn í margt , t.d. til þess að sýna upplýsingar um kerfið , svosem tíma og dagsetningu , jafnvel nýtingu örgjörvans og mp3 upplýsingar.

Hugbúnaður eins og leikir og netvafrar geta einnig sent upplýsingar á skjáinn , en notandinn mun geta stillt það alveg fyrir eigin hentisemi.

Aðdáendur “mjúkra” takka eiga eftir að líka vel við hina mjög svo hljóðlátu takka sem lyklaborðið býr yfir.
Einnig eru takkarnir með gegnsærri áletrun og blátt ljós skín úr lyklaborðinu sem kemur sér vel þegar ljósin eru slökkt.

Nytsamlegasti fítusinn við lyklaborðið er að mínu mati “programmable macro” stuðningurinn.
Allt í allt eru 18 “macro” takkar sem er hægt að breyta eftir þörf , en hægt er að vista uppí 54 mismunandi stillingar , því að takkarnir hafa 3 “shift states”.


Stutt og laggott.

Þetta var svona það helsta sem að þetta lyklaborð mun bjóða uppá. Líklegt er að það muni kosta um 80 dollara eða um 5000 kr.
Það mun verða fáanlegt í október þetta ár.

Verðið að afsaka ensku sletturnar , vissi ekki hvernig átti að þýða þessi orð =)

Fékk upplýsingar á http://www.logitech.com og http://hardware.gamespot.com.