Ég verslaði mér Powerbook núna fyrir stuttu, og mér gersamlega að óvörum réttir afgreiðslusprellarinn mér græna pakkningu og segir mér að í henni sé maskína sem fylgi með í kaupunum. Eftirgrennslan leiðir í ljós að innan úmbúðanna leynist svokallaðar Ipod Shuffle, eða á íslensku iStokk. Sjálfur kallla ég hann ávallt Skufflið.

Þegar Apple byrjaði að auglýsa þetta konsept sitt þá var ég frekar vantrúaður á gæði maskínunnar. Eða frekar tilgang. Ég efast ekki vitund um gæði framleiðslu apple, en til hvers í ósköpunum myndi maður vilja USB lykil sem virðist eingöngu hafa þann tilgang að randómísera lögunum. Og hvers vegna á það að vera heillandi?!

Ef ég má vitna í umbúðirnar -
"WHy Shuffle?
Sometimes it's good to mix things up. With Ipod Shuffle your music is never the same experience twice. How does it know which song to play next? Can it read your mind? Can it read your moods? Load it up. Put it on. See where it takes you.“

Úff, misheppnað. Hvernig í ósköpunum þetta á að selja vöru veit ég ekki. Þetta er jafnvel meira tacky en Michael Bolton. Ég meina.. Can it read your mind? I fucking hope not!

En svo plöggaði ég that guy við powerbookið mitt og fyllti hann, öll 512 megabætin. 120 lög? Ef maður er audiophile þá er það örlítið meir eins og 80 líklega.

Ég fór út um hurðina og fór í göngutúr. ýtti á play. Samstundis fer græjan í gang.
Það fyrsta sem maður tekur eftir eru hljómgæðin. Þessi litli extratyggjópakki með sætu litlu earpluggunum soundar eins og harmon/kardon á góðum degi.
Lagaskiptingarnar eru því sem næst seamless. eins nálægt því og hægt er að komast í mp3 spilara myndi ég halda.
Og outputtið er ekkert lítið. Maður getur auðveldlega skafið úr eyrunum með því að hækka örlítið upp í græjunni.

Röltitúrinn var stórgóður þökk sé maskínunni, og að hún randomi lögin er bara flott.

Fyrir ultimate testið þá ákvað ég að taka hann með í gymmið. Í Laugar. Mekka trendsins. Sjá hvort maður væri ekki soldið svalur þar.
Autofyllti maskínuna með drumnbass og partýlögum, tónlist sem maður vill hlaupa við. Það tók svo fáar mínútur að hefðu þær verið færri hefðu þær verið sekúndur.
Með tækinu fylgir snúruband svo þú getir hengt það um hálsinn. Á meðan þú hleypur skoppar þetta vitaskuld út um allt, en það skippar náttúrulega ekki þar sem þetta er í raun bara usb minni.
Snúrubandið er samt ekki alveg málið fyrir skokk. Ef maður hefur vasa ber að nýta þá, enda heddfón snúran löng og góð, en sniðugast væri að fjárfesta í armbandi.
En maður er kúl með þetta hangandi á sér, en ekki asni eins og ég hélt. Fullt af einhverjum tyggjótöffurum með þetta sá ég. Eða í það minnsta tveir.

Og þá áttaði ég mig á stærsta kostinum. Þetta er pínulítið. Og létt. Og ódýrt. Ólíkt því sem flestir trendfollowerarnir í Laugum voru með hangandi á rassinum/upphandleggnum/síðunni. Lang, lang flestir voru með 30.000 króna ipod límda fasta við drulluviðbjóðslega sveitta líkama sína. Í það minnsta 20 gígabæta ipod, sem þú getur rekið í næstu lóð, óvart hlammað þér á í teygjusvæðinu eða jafnvel eyðilagt með eigin líkamsgufum! Hve sniðugt er það?

Svar -
Ekkert sniðugt.

Eini tilgangur Skufflsins er að gefa manni músík til að hlusta á þar sem þú myndir annars í raun vart þora með stærri græjur. Ertu að fara snjóbrettast? Skuffl. Ertu að fara hjólabrettast? Skuffl. Ertu að vara synda? Ekki skuffl, en hver veit.
Hann inniheldur ákkúrat nógu mikið minni svo maður verði ekki leiður á safninu, og randomið er sérstaklega auglýst svo maður verði ekki leiður á tónlistinni strax. Brilljant!

En er hún gallalaus? Neibb, því miður. Einn stór, húmongus galli leynist á henni, í það minnsta þessari fyrstu kynslóð.
Það er ekki hægt að keylocka. Engin leið til að læsa tökkunum. Apple hafa kannski talið að takarnir væru svo vel úr garði gerðir að það væri ekki hægt að rekast í þá óvart, en það er alrangt. Ég gerði það stundum í göngutúrnum, að eitthvað sem ég var með í vasanum þrýstist á skiptakkann. Það var leiðinlegt. Annars var ég ánægður.

Kostir -
Pínulítið.
Vegur ekkert.
Kúl, hipp, trendí og svalt.
Instant að spila.
Gott output.
Vinnur instantly með Itunes.
Virkar líka með PC.
Þarfnast ekki hleðslutækis, hleðst í gegnum USB port á tölvu.
Virkar líka sem venjulegur usb lykill.
Skítódýrt.
Traust og ”sturdy" í byggingu.
Batteríending upp á 12 tíma.

Gallar -
Ekkert keylock.
Apple vill bara nota itunes (það er samt hægt að komast framhjá því).
Óskaplega hallærisleg auglýsingaherferð sem gæti vakið stríðni meðal yngri kynslóðar.


Ég ætlaði upphaflega að selja Skufflið strax, en ákvað í einhverri rælni að prófa það fyrst. Ég sé ekki eftir því.
Fær þrjú og hálft x af 5.

S.s. xxx 1/2