Ég er mikill tölvumaður og nota tölvu mikið, bæði í leik og starfi. Ég á góða tölvu sem ég keypti í tölvulistanum og er ekkert yfir henni að kvarta. Jæja, nú í sumar bjó ég í kjallaraherbergi heima hjá mér. Var í tölvunni og allt í góðu, fór upp að fá mér eitthvað að eta. Nú, beint fyrir ofan herbergið mitt er baðherbergi. Blöndunartækin eru ónýt og vatnsdælan líka(gömul og slitin) þannig að til þess að fá almennilegan kraft á sturtuna þá þarf að skrúfa frá kalda vatninu í krananum. Á meðan ég fór að borða fór yngri bróðir minn í sturtu og skrúfaði frá vatninu. En á meðan vatnið rann af miklum krafti þá fór í sundur niðurfallsrörið úr vaskanum án þess að hann tæki eftir. Vatnið rann niður og beint í herbergið mitt, yfir tölvuna, yfir skjáinn, yfir prentarann, músina, lyklaborðið og skannan. Ég var uppi og allt í einu heyrði ég þvílíkan hvell, eins og væri hleypt af byssu og allt rafmagn fór af húsinu. Ég heyrði að þetta koma að neðan, hljóp niður og sá foss sem að lak beint yfir allt draslið. Eftir að hafa tekið tölvuna úr sambandi og hleypt aftur rafmagn á húsið skoðaði ég tölvuna, hún var á floti, ég gat tekið skjáinn, hallað honum og það fossaði úr honum vatnið, sama var að segja með tölvuna og skannan, prentarinn slapp að mestu leyti. Ég opnaði allt og sá fram á mikið tjón og ákvað að bjarga einhverju, ég bar allt út í sólskinið, náði mér í tusku og hárblásara og reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Til þess að gera langa sögu stutta þá er það eina sem að eyðilagðist var lyklaborðið, skjárinn hagaði sér undarlega næstu daga en það eina sem er að honum eru tveir pínulitlir gráir punktar, ekki stærri en einn pixel á miðjum skjánum, skannin slapp og tölvan(sem var á floti) er alheil.
Ekki get ég alveg skilið hvernig þetta getur gerst miðað við að það fóru að minnsta kosti tveir lítrar yfir allt draslið og húsið sló út út af þessu. En ég er sáttur, sá fram á mikið tjón en þurfti bara að kaupa mér nýtt lyklaborð.
Ég hef talað.