Það hefur komið mér til sjónar að lesa margar greinar hér um viðskipti, kaup og sölu, vesen og mismunandi umfjallanir um fyrirtæki.

Það merkilegasta í þessu öllu er þegar fólk talar um lélegar vörur og þjónustu frá hinum ýmsu tölvubúðum, svo sem Tæknibær, Tölvulistinn, Hugver o.s.fv. Það sem greinilega vantar hjá fólki er sú hugsun að þessar búðir eru allar að flytja inn sömuvöruna frá mismunandi stöðum, en í grundvelli er þetta sama varan, Það eru sambærileg kubbasett í Móðurborðonum, Sömu kubbar í skjákortonum og spennugjafar eru staðlaðir orkugjafar unnir nánast af sömu teikningunni.

Það sem gleymist oft hjá fólk sem er að versla sér hluti og þjónustu er að skoða greinamuninn á þessum framleiðendum, það er ekki þjónustan sem á að vera að gagnrýna alltaf, það erum við sem eigum, ef við viljum fá topp vöru að grenslast fyrir um framleiðendu, og umsagnir af sérfræðingum um tiltekna vöru.

í gegnum tíðina hef ég uppfært og uppfært og uppfært tölvuna mína er á mínu 10 MB á rúm 5 ár og er að hugsa um enn eina uppfærsluna en aldrei labba ég inn í búð og segi eitt, svona takk og bendi á kassan, eða kaupi það ódýrasta því það er ódýrt “ dugar í bili” það er bara slæm fjárfesting að skoða ekki, fara í búðirnar, ná sér í upplýsingar og eiða svo einni til tveimur kvöldstundum í að fletta þeim upp, vega og meta, hvort er að koma betur út.

Góð síða til þess er tildæmis Toms Hardware, þar hef ég alltaf leitað upplýsinga, minn grunn gagnagrunnur til að byrja á, enda eru sjaldan vesen á minni tölvu, nema þegar ég er búin að vera hræra e h í henni.

Mín ráð til allra ungra sem aldna tölvukaupenda er að láta sér ekki nægja að hugsa bara um verð, skoðið gæði, skoðið endingu, skoðið og skoðið og á endanum munuð þið kaupa þá tölvu sem ykkur langaði í, ekki e h sem dugar, Þó það hrökkvi 5000 kalli yfir sett mark þá er það þess virði.

Hér er slóðin á Toms Hardware
http://www.Tomshardware.com
Hér er ró, og hér er friður,