Hi allir.

Ég er kominn á þrítugsaldurinn og vissulega er eðlilegt að það sé kona í mínu lífi.

Málið er bara, að það er líka tölva, og þar til hún kom þá snérist lífið mitt kringum hana.

Ég forrita mikið, spila e-h tölvuleiki, og les mikið af technical documentations. Oftast tengt netkerfum og eða forritun.

Vandamálið hefur ekki verið til staðar hingað til þar til ég komst í fast samband.

Ég sit t.d við tölvuna og er að forrita og þá kemur kærasta mín og vill eiga við mig orð. Vissulega er ég að hugsa mjög mikið, með margar breitur í gangi í höfðinu á mér sem ég er ekki búinn að skrifa inn í source-ið á forritinu, og sömuleiðis með marga classa, functions og loopur.

eins og forritarar gera, þá horfa þeir á sourceið og breyta því þegar þeir eru að debugga og eða bæta forritið.

Vandamálið er akkurrat þetta. Hvað skal gera þegar maður fær óvænta truflun þegar þetta er að fara kringum höfuðið á mér?

Yfirleitt hreiti ég bara frá mér “I'm busy!”

Í þau fáu skifti sem ég hef talað við hana á þessum erfiðu tímum, þá fíkur allt úr höfðinu á mér á meðan samtalinu stendur, ég gleimi öllu sem ég var að gera, og en verra.. ég gleimi því sem ég var að gera. Svo ég verð að load-a upp copy af sourcekóðanum klukkutíma áður en ég talaði við hana og byrja allt upp á nýtt.

Þetta er mikið vandamál, ég hef reynt að forrita bara þegar hún er ekki heima, en stundum leiðist manni á kvöldin, hún er að læra.. hvað getur verið svo margt sem kemur í veg fyrir að maður sé ekki með henni.


Þetta á ekki við tölvuleiki þar sem hægt að að ýta bara á pause og og tala við hana, nema við séum að tala um realtime netleiki þar sem það er ekkert pause.


Ég veit að hún á að ganga fyrir, en það er erfitt þegar hvert samtal kostar það að ég þurfi að byrja upp á nýtt við það sem ég er að gera.

Ég hef gert það að segja henni “Ég þarf að fara að læra.. kannski ekki trufla mig” .. samt ef hún kemur óvart til mín og langar bara að vera hjá mér.. þá fer hún að tala og þá pirrast ég og henni sárnar.


Aðrir Hugar,
Hvernig takið þið á ykkar málum?

Hafa kærustur ykkar talað einhvað um tölvurnar ykkar?

Ekki segja “Dude get a life” .. ég tek ekki mark á þeim svörum.