Það er voða vinsælt að þeyta skít í fyrirtæki þegar eitthvað vantar upp á en sjaldgæfara að heyra ánægjuraddir þegar vel er gert.
Ég er með vél, keypta hjá Tæknibæ sem fór snemma að heyrast svolítið viftuhljóð í en hafði að öðru leyti virkað fínt. Núna um daginn fór hún svo að láta illa, kvartaði undan að 5v spennan væri flöktandi og jafnvel endurræsti sig í tíma og ótíma.
Ég óttaðist að viðgerð tæki langan tíma og þar sem vélin gegnir mikilvægu hlutverki hjá mér en varð að fá þetta lagað og vélin í ábyrgð. Ég vissi að fyrirtæki rukka sérstaklega fyrir flýtimeðferð og sem fátækur námsmaður hafði ég ekki efni á því.
Ég fór með vélina í Skipholtið fyrir hádegi í gær (14/10) og átti leið framhjá um hádegisbilið í dag (15/10), ákvað að líta við í veikri von um að eitthvað væri að frétta. Viti menn, tölvan tilbúin, búið að skipta um viftu og aflgjafa og allt í ábyrgð.
Þetta kann að hljóma sjálfsagt og léttvægt en ég var búinn að búa mig undir minnst 3 daga missi tölvunnar (2-3 dagar vegna flýtimeðferðar og 1 dagur í viðgerð) og var því afskaplega feginn.
Ég er því ánægður viðskiptavinur Tæknibæjar og kem til með að verls aþar aftur í framtíðinni.