Tæknibrellur í Disney myndum Nú bý ég í Ameríku og eins og mjög algengt er, er ég með kapaltengingu. Þá get ég meðal annars horft á Disney-channel. Þar er sýnt margt og mikið úr vinnslu Disney. Svo eru líka sýndar Disney kvikmyndir öðru hverju. Um daginn settist ég niður, tók mig til og horfði á eitt stykki Disney mynd. Hún var um einhvern strák sem að var hafmaður (karlkyns hafmeyja) alveg eins og mamma sín. Þannig var mál með vexti að pabbi hans hafði tekið hafmeyjuna og þess vegna fæddist strákurinn og mamma hans gat ekki verið uppi á landi og fór útí sjóinn aftur. Strákurinn fattaði ekkert um hafuppruna sinn fyrr en um 12 eða 13 ára aldur og að lokum fór hann aftur útí sjó til mömmu sinnar. Þetta er kannski svolítið ömurleg lýsing á myndinni en hvað með það. Eins og þið getið kannski ímyndað ykkur þurfti vissulega tæknibrellur í myndina. Þær sökkuðu, og ég er ekki bara að tala um þessa Disney mynd þegar ég segi þetta. Í Disney myndum er eins og fyrirtækið sé langt á eftir nútíðinni í svona málum. Mér finnst þetta lélegt.
Kv, Yaina