Það vill svo heppilega til að ég keypti tölvu í seinustu viku. Allt í lagi með það og ég hlakkaði til að fara að spila leik aftur sem ég hafði sparað fram að þessari tölvu, virkaði ekkert alltof vel í gömlu sko.
Þessi leikur heitir Operation Flashpoint, bara svona til að hafa það á hreinu.
Ég installa leiknum og allt í fína. Direct X og allt bara í fínasta fyrir leikinn, enda ný og góð græja hér á ferð, að mínu mati.
Svo ýti ég á iconið og þá kemur:
“Unload the debugger and try again”
WTF??
Ég er búinn að leita út um allt og reyna bara allt sem mér dettur í hug.
Í gær fann ég meira að segja helling um þetta “Debug” forrit, CS Debug help.
Las helling um það og eithvað þar gæti hjálpað en þá var bara eitt vandamál eftir, að finna he****** forritið. Það gekk hinsvegar ekki. Það stóða alltaf í helpinu “Go to Debug menu and….” En ég veit ekki um forritið né hvar þetta debug menu er þá, help??? :S
—–
En já svona til að til að þetta eigi séns á að fara inn sem grein, ekki í kork þá aðein og OPF.
Ég keypti þennan leik í gamla daga þegar hann var ný kominn út og spilaði hann í minni 500 MHz, 128 mb, Geforce1 32mb, tölvu sem var nú ekkert alltof spennandi. Samt hékk ég nú í þessu og fór yfir rúmlega 30 mission í þessum leik. Það það sem mér fannst allgjör snilld var að þessi leikur er bara endalaus, nóg af missionum, ekki búinn eftir 15 eða 20 eins og margir leikir. Maður er líka ekki bara ein manneskja. Maður er landgönguliði, flugmaður, skriðdreka foringi og e.t.v. eitthvað meira sem ég man ekki eftir, þar sem ég hef ekki komist í þennan leik í u.þ.b. ár. :)
Ekki nóg með að þessi leikur, Operation Flashpoint: Cold War Crisis, sé með helling af missionum heldur hafa líka komið út tveir leikir með aukamissionum og aukadóti.
Red Hammer sem er með 20 auka mission og hefur sama söguþráð og Cold War Crisis, bara hitt liðið, sovét hlið stríðsins.
Resistance kom líka út með 20 auka mission. Þar er maður að nafni Viktor Troska sem er fyrrverandi sérsveitar hermaður, sem ætlar að slappa af eftir stríðið á eyju sem heitir Nogovo. En þá kemur her á eyna og hertekur hana og Viktor er eini maðurinn þar sem hefur einhverja þjálfun og á möguleika á að berjast á móti. Maður þarf því að nota eyjaskeggjana með sér í baráttunni og fær eiginlega bara vopn af hermönnum sem maður drepur, þar af leiðandi Resistance. Hlakka til að spila þennan.
OFP er líka alltaf út um allt að fá góðar einkunir, næstum alltaf toppinn enda topp leikur. Þeir sem ekki hafa kíkkað á þennan ættu að gera það.
Er verið að selja út í búðum OFP: Game of the Year Edition. Leikurinn og aukamissionin allt í einum pakka. Keypti það einmitt í gær en kemst ekki í það.
Svo ef einhver hefur hugmynd um hvernig á að laga þetta vandamál sem ég talaði um uppi, þá má hann gjarnan vera góður og hjálpa mér!!! :)
Takk og enjoy.