Hafið þið ekki lent í því að þurfa að kaupa blekhylki á alveg fáránlegu verði hérna út í búð? Ég á nú ansi gamlan prentara hp 710c sem prentar annars ágætlega, nema hvað þessi bölvuðu hylki kosta um 7000 kall!!!!. Ég lét því kunningja minn sem býr í Danmörku, sem sagði mér frá því að hann keypti aldrei hylki heldur áfyllingar, kaupa svoleiðis áfyllingar fyrir mig og senda mér. Og viti menn þetta virkaði fínt. Þetta hafði ég notað um nokkurt skeið , þar til að ég rakst á heimasíðu sem einhverjir íslendingar reka , www.prenta.is og þar er verið að selja svona sett fyrir um 3000 kall. Þeirra sett duga fyrir mín hylki c.a 3 sinnum, sem sagt ég spara mér helv hellings pening. Jæja ég ákvað að panta svoleiðis gegnum netið og ætlaði að fá í póstkröfu til mín, heyrðu gaurinn kom með settið strax eftir kvöldmat sama dag!

Hann sagði að það væri opið hjá sér í skipholti í seinnipartinn þar sem hægt væri að líta við ef þú vilt ekki borga sendingarkostnað. Ég þakkaði honum alveg frábærlega fyrir og er búinn að fylla á einu sinni með blekinu frá þeim og það virkar eins og ég reyndar bjóst við, þar sem ég hafði prófað þetta áður.

Ég er mikið glaður að einhver skildi taka sig til hérna og mótmæla þessu okri sem viðgengist hefur á verði blekhylkja. Þarna er kominn kostur sem amk ég mun nota mjög oft. Lifi prenta.is sem lengst.
Takk fyrir mig
HIP