Núna sit ég hérna og er svona að spá og spekúlera um hitt og þetta. Eitt af því sem mér dettur fyrst í hug er þetta: “Eru tölvur orðnar leiðinlegar?”. Ekki taka þessu þannig sem ég sé kominn með leið á tölvum sem slíkum, alls ekki. Ég elska þessi tæki auk þess að vinna við þetta.
Hef gaman af því að nota hin mismunandi stýrikerfi til þess að einhæfnin sé ekki í hámarki o.þ.h.
En svo ég víki mér nú að því sem ég byrjaði að tala um, eru tölvur leiðinlegar.
Mín rök fyrir þessu myndu vera þau að það er alltaf sami hluturinn í gangi hring eftir hring í dag. Þegar stökkið úr 286 örgjörvum yfir í 386 örgjörva, þá var það stökk. Mikill munur.
Þá var alltaf að koma eitthvað nýtt, eitthvað sem manni fannst merkilegt. Í dag er þróunin orðin svo hröð að þú getur aldrei fylgst með þessu. Mér finnst tölvukunnátta sem slík heldur ekki mjög merkileg lengur(Þó svo mér hafi verið boðin vinna út á svoleiðis..), flestir hafa lágmarks kunnáttu á tölvur og það er heldur ekkert merkilegt að eiga eina svoleiðis í dag.
Fyrir 7-10 árum voru það alls ekki allir sem áttu tölvur, aðeins örfáir aðilar. Internetið var eitthvað sem fáir aðrir en nördar höfðu aðgang að og jafnvel vissu hvað var.
Hvernig er þessi þróun í dag? Jú, úr Windows 2000 yfir í Windows XP og úr Pentium 3 yfir í Pentium 4. Þróunin felst næstum einungis í fleiri megariðum eða meira vinnsluminni. Svo eru líka skjákort, harðir diskar o.þ.h. stór partur.
Samt finnst mér alltaf eins og það sé aldrei að gerast neitt nýtt. Bara enn einn vírusinn að koma fram á sjónarsviðið, bara örgjörvi sem er 2400MHz í stað 2000Mhz. 1024MB RAM í stað 512MB. Einfaldlega stækkun á vélbúnaði. Sjálfur hugsa ég að næsta alvöru stökk verði ekki fyrr en svokallaðar skammtatölvur koma á markað.
En nóg um það.
Sjálfum fannst mér tölvur í sjálfu sér skemmtilegri fyrir 7 árum eða svo. Þá var alltaf að koma eitthvað nýtt sem skiptir ennþá máli í dag. Eins og til að mynda þegar hubbar og svissar komu fyrst fram á sjónarsviðið í stað coax tengda innranetsins. Erum við ekki enn í dag að nota það? Það eina nýja þar á bæ er máské bara wireless tæknin. Sem býður ekki upp á mikið annað en þægindi.
En það sem mér finnst leiðinlegast við þessa þróun er þessi einokun á stýrikerfamarkaðinum. Án þess að ég viti þá giska ég á að MS hafi u.þ.b. 90-95% markaðshlutdeild.
Pæliði í því, er Windows eitthvað.. hmm.. Skemmtilegt?
Geriru ekki alltaf sama hlutinn þegar þú ferð í tölvuna? Ég myndi vilja sjá fjölbreyttari markað þarna. Hvað finnst ykkur?
Sjálfur vill ég þurfa að gera eitthvað til að koma tölvunni minni í gang, ekki bara ræsa á disk og setja upp ásamt nokkrum driverum fyrir hljóðkort, skjákort og netkort. Kannski er ég bara nörd, ég veit það ekki. En ég vill þurfa að hafa aðeins fyrir þessu. Mér finnst t.d. mun skemmtilegra að setja upp Linux eða FreeBSD vél heldur en Windows. Af hverju? Ég þarf _actually_ að gera eitthvað.
Svo fór ég líka að pæla, sjálfur hef ég spilað tölvuleiki frá svona 1989/1990. Nú er ég ekki mjög gamall, rétt tæplega sextán ára. En ég man samt eftir þessari þróun. Tökum þessa gömlu klassísku tölvuleiki frá id sem dæmi, hovertank, wolfenstein 3d og Commander Keen, þetta voru þessir fyrstu leikir sem ég spilaði.
Doom kom nokkru seinna og þar rétt á eftir DoomII.
Enn í dag finnst mér þessir leikir toppa flesta leiki í dag. Það er einn og einn sem stendur upp úr og það eru að mínu mati leikir frá id software!
Nú er pabbi minn hálfgerður kerfisstjóri á sjúkrahúsinu hér á bæ.
Þar keyrði UNIX vél í tæp 13 ár! Án nokkura endurræsinga eða vélbúnaðarbilana. Að lokum var hætt að hanna hugbúnað fyrir þetta kerfi og þá var þetta allt fært yfir á annað kerfi, yfir á hvað? Windows!
En eins og ég sagði áður, það gerist ekki neitt í þessum tölvuiðnaði. Alltaf sama rútínan.

Nú myndi ég vita hvað ykkur finnst. Allt fleim og bögg er vinsamlegast afþakkað. Takk
kk.
Sölvi Páll Ásgeirsson