Í dag; Róm, á morgun; Ítalía og ekki á morgun heldur hinn; heimurinn.
Þegar páfinn fékk nóg af því að hin evrópsku kathólsku veldi voru að berjast innbyrðist í stað þess að berjast gegn trúvillu í austri og suðri sameinaði hann Ítalíu undir fána Lykla-Péturs. Svo sameinaði hann Evrópu undir einu miðstýrðu Rómarríki. Svo var komið að aðalmálinu; að eyða villutrúarmönnunum í Rússlandi og í Litlu Asíu og að lokum eyða veldi Púkans Allah og leggja heiminn undir kathólskann sið.
Reyndar verð ég að einbeita mér að mongólunum eins og er og hef ég því gefið Rússum tækifæri og ætla að geyma erkifjendur mína Tyrki og Egypta þar til síðast, en þetta er mjög óheppilet þar sem allur herinn minn var í miðausturlöndum. Einnig gaf ég Býsansmönnum tækifæri, ég ætlaði að leyfa þeim að fá öll hernumdu lönd sín aftur og ganga til liðs við mig í heilaga stríðinu en þeir þáðu ekki gull og græna skóga svo ég eyddi þeim… og skildi þá eftir á Kýpur þar sem þeir geta dúsað sem smáríki undir veldi Páfans.
En nú streyma kathólskir herir Evrópu og miðausturlanda norður og austur til að taka á móti leynivopni Allah, Mongólum.