Fannst þetta svolítið skondið. Þessi staða kom upp þegar ég var að spila Rome: Total Realism. Málið var að Makedóna réðust á mig með svona 50% stærri her (voru með helling af 240 manna phalanx herdeildum) og vinir þeirra Tracians (ef ég man rétt) komu þeim til hjálpar, en eins og sést festust þeir á einhverjum skaga þarna og komust ekki neitt, heppni fyrir mig, þannig að ég þurfti bara bíða þangað til að tíminn rann út.
Annasr var ég nokkuð sáttur með þennan sigur, eins og ég segi þá hefur herinn þeirra örugglega verið svona 50% stærri en minn en samt vann ég með aðeins 208 menn fallna (ef herforingjahersveitirnar eru ekki taldar með, dálítið langt síðan ég háði þessa orrustu þannig að ég man tölurnar ekki nákvæmlega) plús það að hellingur læknaðist, sérstaklega hestaliðarnir.
Að lokum vil ég mæla með RTR, hann hefur marga kosti umfram RTW, plús það að vera raunvörulegri ;)