persónulega fanst mér númer 7 bestur. 1-2 verstir og númer 9 var ekkert til að hrópa hurra yfir.
Might and Magic VI hef ég ekki enn prufað, en langar gífurlega í hann. Hugsanlega ekki gefinn út lengur augljóslega.
En ég er svo sammála því að Might and Magic VII er frábær! Ef ekki bara sá besti í seríunni.
Might and Magic VIII fylgdi fast á eftir VII, og var ég mjög ánægður með þann leik.
En Might and Magic VIII var nú meiri hörmungin.
Mér býður við honum og hef gert það frá því hann kom út.
Varð fyrir mjög svo miklum vonbrigðum.
En sambandi við Heroes of Might and Magic I, II, III ,IV og V, þá þykir mér nú II og III helvíti öflugir. Alltaf hægt að dusta rykið af þeim aftur og aftur..og aftur.
Hef víst ekki prufað Heroes I, en mér skilst að hann sé…ekkert sérstakur.
IV var svo sem allt í lagi, þangað til hann varð bara plain leiðinlegur. Sem sagt ekki eins góður og forverar sýnir en samt sem áður hin fínasta afþreying.
Núna bíð spenntur eftir að Heroes V komi út, einfaldlega vegna þess að hann er nokkuð líkur III að gerð(?), sem er feitur plús. Vonandi uppfyllir sá leikur gamla góða Heroes III fílinginn.
Dark Messiah, hef heyrst svo lítið sem ekkert um. En ég væri alveg til í að næla mér í eintak af honum.
kv.siddi5