Jæja þá er buið að tilkynna að þeir eru að byrja á Company of heroes 2
http://www.companyofheroes.com/
Sumsé, leikurinn mun gerast á austur-vígstöðvunum með Þýskaland og Sovétríkin sem playable factions. Sjálfur get ég ekki sagt annað en að ég sé mjög spenntur, en aftur á móti er ég svolítið að velta fyrir mér hvort þeir ætli að hafa þetta realistic, þar sem leikurinn byrjar 41 verða engir Panzer IV heldur II og III(sem er eflaust ekki jafn gaman að nota) og enginn IS-2 hjá Rússunum heldur, heldur bara KV-2.
Nema leikurinn eigi að gerast 41-45 þá mega þeir henda inn slatta af flottum vopnum í hann, en spurning hvort það verði einhvað gaman að spila rússana sem vantar bazookur og þurfa að nota Boys Anti-Tank riffla.
Annað sem á að hafa áhrif er einhvað sem þeir kalla Truesight LoS, sem ég ætla að giska að þýði að ekki er hægt að sjá í gegnum byggingar og veggi, sem að bitnar eflaust á mér sem spila venjulega Breta í CoH.
En endilega að heyra ykkar álit og hugmyndir, því hvernig sem fer þá verður þetta eflaust æðislegur leikur.