Ég var að hugsa hvort að það væri ekki gaman að hafa svona Huga meetup í Dota 2 þar sem að við myndum koma saman einhver kvöld og spila saman, myndum draga í lið random með forriti.
Gætum tekið þetta svo skrefi lengra og haft þetta að vikulegri keppni þar sem að top 3-5 spilarar fá nafn sitt skráð hér á /strategy. Endilega komið með hugmyndir af einhverri keppni sem við gætum haldið og endilega bullið einhverjar reglur og stigagjöf sem við gætum haft.