Það er ekki hægt að kaupa "betri" hetjur að mínu mati. Hetjurnar eru nú 97 ef ég man rétt og hver og ein fyllir ákveðnar stöður í leik liðsins með príði, fer einfaldlega eftir spilaranum hvort hann kann á hetjuna sína eður ei. Í competitive play eru margar af ódýrustu hetjum leiksins mikið spilaðar (dæmi t.d Ryze og Soraka), en þessar hetjur getur þú keypt eftir 3 leikja spilun eða svo.
Runes er ekki hægt að kaupa fyrir alvöru peninga, einungis ingame currency sem kallast IP points (þú færð visst mikið af xp points og IP points eftir hvern leik sem þú tekur). Það eina sem ekki er hægt að kaupa fyrir "ingame peningana" eru svokölluð skin sem breyta útliti hetjunnar þinnar. Þú getur reyndar keypt þér ip og xp boost, en þú verður samt sem áður að spila leikinn og vinna leiki til að það sé active að ég held. Þetta þýðir all in all að þegar þú ert kominn í max lvl sem er 30, þá hefuru advantage yfir aðra í formi runes og masteries, en þú verður að spila og spila til að ná að kaupa þér þínar runes, svo advantage hvað varðar peninga er ekki til, það er einungis hve lengi þú ert að ná lvl 30. Advantage gagnvart því að eiga 75 hetjur í stað 15 er ekkert, enda ekki til neitt sem hetir of OP hetja í þessum leik. Þarft bara að læra að countera þær.
Hvað varðar nýjar hetjur þá er þetta misjafnt. Vissulega hafa verið dæmi um að hetjur hafi verið illa balanced þegar þær komu út, en Riot menn eru fljótir að koma auga á slíka hnökra og ástæðan fyrir að hetjur þykja ekki OP tveimur vikum eftir að þær koma út og eru þá f2p eru einfaldlega þær að fólk kann orðið að countera þær, eða veit allavega við hverju er að búast frá hetjunni (þekkir spells hjá henni, og breytir spilamennsku sinni í takt við þá).