Ég ætla að skrifa smá um einn leik sem ég er að spila á “facebook :P”… Þessi leikur heitir Realm of empires.



Þegar þú byrjar að spila leikinn þá byrjaru með eitt lítið þorp á random stað í veröldini.
Þegar þú byrjar færðu mjög vel útilátna byrjenda aðstoð sem útskyrir að öllu leiti fyrir þér hvernig leikurinn er spilaður.. mörg góð “clön” eru í leiknum og hjálpast allir að þannig að manni gangi sem best í að byggja sig upp.

Þegar maður er kominn vel af stað getur maður smíðað sér fleiri og fleiri tegundir af byggingum og þær byggingar eru svo síðar meir notaðar til að byggja heri og varnir fyrir þorpið þitt og að endingu ferðu yfir í það að taka yfir önnur þorp og stækka veldi þitt út…

yfirtaka á þorpum er ekki lítið mál, þú þarft og þarft ekki að senda á undan þér njósnara (myndi mæla með því) til að sjá hvaða varnir eru í þorpinu sem þú ert að fara að ráðast á. svo í framhaldi af því sendiru inn heri til að reyna yfirtöku og ef þú nærð að drepa alla hermennina í þorpinu þá er næsta skref að senda in governors..
governors eru gæjar sem taka og “tala” við þá sem eiga þorpið og reyna að sannfæra þá í að ganga til liðs við þitt empire. og þar byrjar uppbyggin aftur.. og þú getur hafist handa við að ráðast á önnur þorp.

mjög gott við þennan leik er það að hann er mjög miðaður að því að þú sért að vinna með öðrum til að byggja þig upp þú ert ekki bara einn gæji einhversstaðar útí óbyggðum að gera ekki neitt….

en ég mæli með þessum leik fyrir alla þá sem hafa lítið að gera með tímann þessa dagana og ef þið viljið skoða hann eithvað frekar þá bendi ég á eftirfarandi link

http://www.realmofempires.com/