Ég var að spá hvort að ykkur þyki gaman að spila leiki sem að er búið að moda, þ.e.a.s. einhverjir forritara eða álíka bæta við hlutum í leiki eða breyta, eða jafnvel total conversions þar sem að einn leikur er breytt í annað tímabil eða sögusvið (t.d. total war í LOTR, Star Wars í Stargate, Empire Era í Jedi civil war Era etc. etc.)
Ég sjálfur er búinn að vera að downloada slatta af modum fyrir SW Empire at War og Forces of Corruption, meðal annars: z3r0x, Age of Star Wars Jedi Civil War, og svo tvö Stargate mod fyrir Empire at War annars vegar og Forces of Corruption hinsvegar.
z3r0x er mod þar sem að fullt af nýjum units er bætt við hvert og eitt faction (Empire, Rebels, Zann Consortium) t.d. consortium fær CIS units og Empire Clone Wars units og Rebels ný skip og fleira.
AoSW:Jedi Civil War er bara SW:Empire at War breytt algjörlega yfir í Jedi Civil War tímabilið þegar Revan og Malak réðust á lýðveldið, en ég er samt ekki búinn að redda hljóðpakka.
Stargate Modin eru total conversions frá Star Wars yfir í Stargate heiminn í bæði EaW og FoC.
Maður getur þá valið um að leika Ta'uri eða Goa'uld og svo getur maður fengið eitt special unit í space battle (Ancient Aurora class battleship fyrir Ta'uri og Ori Mothership fyrir Goa'uld).
Ég var líka búinn að finna mod fyrir Rome Total War sem breytir því yfir í LOTR á fjórðu öldinni, þegar að friður á að vera búinn og allir fara í stríð:), en hef ekki komist í að downloada því og svo vil ég líka klára RTW fyrst:)
Þetta eru allavegana mín mod sem að ég get komist í með “EaWFoC Modlauncher” og hlakka til að heyra hvort þið notið mod og hvaða mod.
Til að finna modin sem að ég er með farið inná www.empireatwar.filefront.com og fyrir LOTR modið þá er það www.thefourthage.org
Takk fyrir mig…
Amroth Palantír Elensar