Hægt er að breyta descr_stats.txt skránni sem finnst í Medieval II Total War\data\world\maps\campaign\imperial_campaign og flytja allar þjóðir úr end unlockable í campaign playable og þá er hægt að vera hvaða þjóð sem er fyrir utan sértilfelli eins og Papal States, Mongólar, Astekar o.fl. Mæli virkilega með því, því það er fáranlegt að þurfa “unlocka” factions.
Tilgangurinn með þessu var að ég ætla að mæla með Danmörku sem auðveldri þjóð. Varið ykkur bara á Þjóðverjunum fyrir sunnan(þeir eiga samt yfirleitt svo marga óvini að þeir eiga erfitt með að einbeita sér að Dönum) og þá á maður þrjú lönd sem mjög auðvelt er að verja. Þá er hægt að breiða sig út til Eystrasaltslanda, suður að Mið-Evrópu eða jafnvel gera sjóinnrás í Bretlandseyjar. Varið ykkur þó, því ég hef séð Skota oftar en einu sinni gera sjóinnrás í Noreg og útrýma Dönum(Skotar taka alltaf Bretland í mínum leikjum). Að vísu hef ég ekki spilað Dani sjálfur, þannig að kannski er þetta bara rugl hjá mér.
Spánn á ágætis potential líka en byrjar samt flæktur í Portúgal og Márum. En ef Íberíuskaganum er náð er þar komið svæði sem mjög auðvelt er að verja. Ég hef spilað Spán en stríddi gegn Márum og Portúgölum og síðar Frökkum, allt á sama tíma. Það var erfiður og hægur sigur.
Annars er ég að spila Rússland núna, sem eru líka í góðri stöðu til að breiðast út, en lenda þá í stríði við Pólland og býsanska heimsveldið, sem eru býsna erfiðir á byrjunarárunum.