hafandi prófað báða (auk allra fyrri C&C leikja, en að vísu ekki Total Annihilation, forföður Sup. Com.) myndi ég segja að Tiberium Wars sé skemmtilegri, hann er ekki jafn mikil hreinræktuð vinna og að klára þó ekki sé nema miðlungs skipti í SC. SC er ‘dýpri’ að því leyti að í honum eru miklu fleiri unit en C&C, en fyrir utan Experimental græjurnar virðast herirnir frekar keimlíkir, fyrir utan að það böggar mig að ekki er neitt fótgöngulið í SC. Supreme Commander er líka supremely kröfuharður á vélarbúnað, miklu frekari en C&C. Reyndar hef ég á hinn bóginn dáldið verið að lenda í hruni með C&C, svo öllu sé haldið til haga, en almennt er renneríið mun betra í þessum síðarnefnda.
PS. Brett Sperry, Westwood-frumkvöðull með meiru var framleiðandi að Tiberium Wars innan EA