Sæl þið
Jæja, núna var ég að róta í skúffunum hjá mér og rakst á Star Wars Supremacy frá árinu 1998. Mig greip allt í einu þessi óstjórnanlega löngun til að spila þennan gamla leik.
Smellti honum inn og sat pikkfastur í rúman klukkutíma. Grafíkin er drasl en mikið sem þessi leikur er skemmtilegur, að fá að hræra í öllum þessum byggingum, unitum og öllu saman.
Hvernig er með ykkur, hafið þið spilað þennan leik? Og er kannski kominn tími á að endurnýja kynni sín við leikinn ef það er langt síðan þið spiluðuð hann??
Fyrir þá sem ekki þekkja leikinn þá mæli ég eindregið með honum ef þið hafið gaman af strategy og æsið ykkur ekkert of mikið útaf grafík þá er þetta toppleikur.
Jæja, nóg um það.