Ég var í RTW áðan og í save-i með Grikkjum og ég var að ráðast á Makedóníumenn með 4 fjölskyldumeðlimi. Ég var með falanx unit sem áttu að verjast hinum falönxunum og ætlaði ég að taka út bæði general unitin þeirra með mínu hestaköllum. Svo þegar ég er búinn að láta 2 af mínum hershöfðingjum ráðast á minni hershöfðingjasveitina hjá hinum þá kemur video af mínum general að deyja og ég bara wtf? Því að ég var með 100 hestakalla á móti hans 46. Lít ég þá aðeins á battle mapið og sé þá að ein sveitin hafði chargað á flanax.. framan á spjótin.. gj.
Ég gat sætt mig við þennan missi en þegar þeirra general deyr þá kemur hann með hitt unitið sitt (70 hestar) í þetta 1 unit hjá mér. Ég ákveð að senda restina af hershöfðingjunum mínum í hann (2 unit með 110 hesta gaura) og er alveg sáttur með lífið og tilveruna þangað til að ég sé að þessir 110 gaurar fóru líka beint á falanx unit (framan á) og aðala hershöfðinginn minn dó. Þá var nóg komið og ég ýtti bara á alt+f4.
Kunnið þið einhver sérstök ráð til að koma í veg fyrir svona rugl? Ég meina ég er ekki einhver barbara þjóð þar sem öll unit geta hlaupið í óvinin þegar þeim sínist, þetta voru hershöfðingjaunit hjá hámenntaðri þjóð. Var þetta af því að ég skipti þessum 4 unitum í 2 grúppur?
Allavega varð ég nett pirraður því að ég vildi náttúrulega eiga alla fjóra hershöfðingjana heila til þess að þeir gætu síðan flankað falanxana hjá hinum.