Svo ég leyfi mér að leiðrétta þig, ekkert persónulegt samt…
Dune var upphaflega skáldsaga eftir Frank Herbert, veit ekki til þess að það hafi verið gefið út RPG kerfi fyrir heiminn en mjög líklega module fyrir eitthvað kerfi, GURPS kannski. Myndi henta heiminum vel.
Það var gerð bíómynd eftir henni árið 1984 og svo var gerð þriggja þátta mínísería um hana árið 2003. 2005 (minnir mig) kom svo önnur mínísería um Children of Dune (sem er þriðja bókin í seríunni, á eftir Dune og Dune Messiah). Spurning hvort það komi fleiri, ég veit það ekki.
Melange, ekki Melagne.
Keisari, ekki konungur.
Í upphaflegu sögunni komu Ordos lítið við sögu, þeir voru til og ég held að það sé minnst á þá einhvers staðar en bókin gengur mestmegnis út á það að House Atreidies, samkvæmt keisaralegri skipun, er að taka við Arrakis frá House Harkonnen, vegna þess að Harkonnen voru spilltir stóðu sig ekki nógu vel í að safna Melange. Paul, sonur Leto Atreidies hertoga, er aðalsöguhetjan og.. tjah, ég ætla ekki að segja of mikið um söguþráðinn því að bókin er þrælgóð og ég mæli með að fólk lesi hana (ég keypti mína í Eymundsson Austurstræti), eða amk sjái míníseríuna (sem er líklega fáanleg í Nexus eða 2001 Hverfisgötu.
Peace through love, understanding and superior firepower.