Ég var að prófa Company of Heros og verð ég að segja að þetta er einn af bestu herkænskuleikjum sem að ég hef prófað ef ekki sá besti.
Fyrir þá sem vita ekki um hvað þessi leikur er þá gerist hann í WW2 og þú spilar Bandaríkinn og byrjar á D-day. Leikurinn er mjög flottur og er til að mynda hægt að taka upp ýmis vopn sem að óvinurinn skilur eftir sig og þannig breyir maður venjulegri herdeild í t.d. heavy gunner eða artilliry deild.
Einnig er það mjög flottur eiginleiki að það skiptir miklu máli úr hvaða átt skotið er á skriðdrekanna þína og getur þú algjörlega ráðir hvernig þeir snúa og í hvað átt hann skítur á meðan, einnig er hægt að setja minesweeper á skriðdrekanna til að fjarlægja mine eða flamethrower til að gera hann betri gegn mönnum.
Ég mæli eindregið með þessum leik og segi að allir verði alla veganna að prófa hann einu sinni