Já, skil það. En það sem heillaði mig alltaf við Shogun og fékk mig til að spila hann til fimm á morgnanna á jafnvel virkum dögum var hvað hann virtist alvöru, það var eitthvað magnað andrúmsloft í honum, eitthvað sem mér fannst vera frá Japan en ekki hollywood. Ég er samt enginn sérfræðingur um Japanska menningu og ninjurnar benda til þess að Shogun TW hafi verið þynntur nokkuð vel með Hollywood þrátt fyrir allt :p
Ég heyri samt að Shogun tónlistin er undir fantamiklum áhrifum Toru Takemitsu (
http://en.wikipedia.org/wiki/Takemitsu_Toru) en hann var einmitt búinn að rannsaka japanska tónlist frekar mikið. Þessi tónlist í Medival II virðist vera frekar innblásinn af Hollywood (eins og Rome tónlistin var næstum því Troy tónlistinn (að gera manni það að minna mann á slíka mynd :p )). Það eru til nýleg tónskáld sem hafa rannsakað tónlist miðalda, mér þætti gaman ef að Jeff van Dyck gæti gripið eitthvað af því.