Jæjja, hér ætla ég að skrifa ofurlitla gagngrýni um Star Wars: Empire at War.


Ég byrja á single player:

*Conquest*
———-
Það eru 3 tegundir af “play” í þessu. Galctic Map, Space, og Land. Í “GM” ertu með yfirsýn yfir stjörnukortið og sérð pláneturnar þínar og allt það dót. Þar býrðu til heri, byggingar.Þetta svipar mjög til Total War leikjanna, nema bara að mínu mati… miklu betra, ekki neitt brjálæðislegt Micro-management. Ólíkt draslinu í nýja lotr2 leiknum, ef þú byggir hús í land battle, þá verður það eftir! Concuest er límið sem að heldur þessum leik saman, eintóm snilld. Örfáir pínulitlir gallar, en er heppnaðasta system ever. Þegar þú ræðst á einhvern hefur þú eitt með þér og eitt á móti þér. Plúsinn er að þú getur kallað á liðsauka, þú getur ekki haft geðveikt mikið af gaurum á mappinu, en þú getur kallað á liðsauka ótt og títt, en það fer eftir stærð hersins sem þú komst með og líka það að EF að þú ert með bomber flugvélar í geimnum fyrir ofan plánetuna geturu kallað á Bombing Run, sem að er powerful! Það sem að óvinurinn hefur (heimaliðið) er að það hefur base. Þetta kerfi er er það langt um besta við þennann leik.
***Einkun: 9***
P.S. Það er hægt að lana í Conquest. Sem að er mesta skemmtun í heiminum! Það fær 12 af 10 mögulegum.



*Skirmish-Space*
Þetta er byggt upp eins og rts, nema bara í geimnum. Frábær grafík, skemmtilegt gameplay, þetta er mjög mikil snilld.
***Einkun: 8***

*Skirmish-Land*
Í þessu eru báðir með base. Grafíkin í þessu er sæmileg, ekki meira né minna. Lítið hægt að segja um þetta. Ekkert nýtt, nema að þetta er starwars og mér skemmtanagildið í þessu gríðarlega takmarkað.
***Einkun: 6,5***


Ég hef ekki spilað multiplayer svo ég hef ekkert að segja um það.


Mér finnst þetta allavegana SNILLDAR leikur, sem að enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
*Hljóð:10
*Grafík: space:9
land :6
*Overall gameplay: 8
*Starwars aðdáanda gameplay: 9,5

Þetta er mín persónulega skoðun á leiknum.