Þeir sem að keyptu sér Emperor: Battle for Dune nýlega hafa kannski heyrt að þeir sem að forpöntuðu leikinn fá aðgang að nokkrum tækjum og vopnum í viðbót. Þeir fá lykilorð sem að þeir geta svo slegið inn á sérstakri heimasíðu. Þetta hefur örugglega svekkt marga, en nú er svo komið að allir fá víst aðgang að þessum tækjum.
Þegar að þið lesið þetta mun 1. júlí örugglega hafa gengið í garð, en á þeim degi á að opnast fyrir nýju tækin sjálfkrafa. Ég er ekki 100% viss um þetta, og þar sem að ég á ekki leikinn get ég ekki sannreynt þetta (Að sögn nægir að endurstilla Windows-klukkuna). En endilega kíkið á þetta!<br><br>Royal Fool
“You've been Fooled”