já.. langar bara aðeins að koma frá mér smá =>

Ég hef spilað heroes leikina frá því að heroes 1 kom út og geri það enn. En mitt álit á þeim er að þeim fer versnandi með tímanum, mér fannst t.d. heroes 1 og 2 langtum bestir, síðan kom 3 og hann var fínn, en þeir hjá 3do skitu alveg uppá bak þegar heroes 4 kom. Hann er alls ekki eins góður og hinir sem komu á undan, ég var hreinlega fyrir vonbrygðum en spila hann reyndar samt sem áður :>

Svo eins og mörgum er kunnugt er Heroes 5 að fara koma út og margann er farið að hlakka til. Eitthvern vegin er ég samt viss um að þessi leikur verður ekki jafn góður og aðrir á undan, ég er samt alls ekki að dæma hann glataðann strax, ég á pottþétt eftir að spila hann þegar hann kemur með “open mind” og gera það besta úr honum..

Þetta eru samt frábærir leikir sem ég get alveg gleymt mér tímunum saman í..

langar líka aðeins að bæta inní að ég prófaði hörkugóðann leik í vikunni, en hann mun heita Dungeon Siege 2, magnaður leikur rétt eins og fyrri, hvet ykkur til að prófa hann :)


Þakka fyrir lesninginn =>

pease out man


btw síðan hvenar voru korkar með heroes á huga? :D ég hafði ekki hugmynd um þá þótt svo að ég hafi stundað huga í 2ár eða svo og spilað Heroes enn lengur ;