Það fer nú eftir hvað þér líkar, það eru til svo margir nefnilega…sem dæmi ef að þú elskar bara að berjast þá mæli ég með “Warhammer:Dawn of War” dýpri strategy leikir eru meðal annars “Empire Earth 1/2” og “Rise of Nations”, annars eru til svo gríðalega margir….ég gæti hjálpað þér meira ef að þú gætir sagt hvað þú fílar mest að spila.
ps. ef að eitthver af þessum Heroes gaurum svara hérna þá vill ég minna þig á að Heroes er ekki lífið eins og þeir segja alltaf (en hver veit, kannski fílar þú heroes)
Já ef þú vilt almennilegt action að þá mæli ég líka með Warhammer 40.000: Dawn of War, alveg frábær leikur sem er alveg rosalega gaman að berjast í. Flott grafík einnig. Svo mæli ég líka með Act of War fyrir þessa action strategy leiki.
Mæli eindregið með EE2. Eilítið flókinn til að byrja með, en þegar maður er kominn með tök á honum, þá sér maður að allt erfiðið borgaði sig, og rétt rúmlega það. ;)
Annars eru C&C alltaf góðir, vel þess virði að kíkja á einhverja þeirra (mæli sérstaklega með TD og TS… þær stundir sem maður eyddi í að klára SP í þessum leikjum lifa í minningunni sem nokkurs konar “gullin upplifun”).
Og að lokum… Commandos 2. Klárlega besti herkænskuleikur sem ég hef spilað.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..