Núna er ég að spá í að fá mér einn af þessum leikjum en ég er ekki að fylgjast nógu vel þeim og er ekki 100% viss á nöfnunum. Getiði nokkuð sagt mér hvað þeir heita, hver er nýjastur og hvað þeir kosta Í BT/ELKO/Skífan.
gömlu leikirnir eru með öllu ófáanlegir (held ég) þannig að það tekur varla að leita. getur tjekkað á ebay.
command & conquer - fyrsti leikurinn c&c covert ops - aukapakki c&c: red alert - fyrsti ra :) c&c: red alert counterstrike c&c: red alert aftermath c&c: red alert2 c&c: renegade og svo þessir nýjustu
held ég sé ekki að gleyma neinum ;)
Ur mommas so ugly even Deckard Cain couldn't identify her !
Gamespot talaði nú um að leikurinn gæti auðveldlega verið sá besti hingað til í C&C. Ef að þú ert ekki búinn að því, verðurðu að prófa Zero Hour, hann bætir Generals svo um munar, mér fannst Generals samt frábær fyrir.
Það gerðu margir þau mistök að halda að þetta væri Red Alert 3 og þessvegna fannst mörgum þessi leikur vonbrigði þar sem að tónninn og fílingurinn er allt annar. Samt er auðvitað fólk sem að líkar einfaldlega ekki við leikinn.
hann er bara svo takmarkaður finnst mér miðað við gömlu góðu leikina ;) það sem ég vil meina er að c&c nafnið hafi bara verið notað til að auka söluna. hann er engan vegin skildur c&c seríunni á annann hátt finnst mér.
Ur mommas so ugly even Deckard Cain couldn't identify her !
Það er að koma Red Alert 3 á þessu ári (held ég) þannig að þú ættir frekar að kaupa þér aðra RTS leiki ef þú ert að leita að bara RTS (ekki Armies of Exigo samt) en Generals: Zero Hour er nýjastur ef að þú varst bara með C&C í huga en Zero Hour er viðbót við Generals þannig að þú þarft upprunalega Generals til að spila Zero Hour. Zero Hour er rosalega góður samt þannig að ég myndi mæla með honum.
Red Alert er mjög góður, og verður ennþá betri með Aftermath aukapakkanum.
Red Alert 2 er ágætur í LAN spilun, og ég hef spilað hann þónokkuð með félaga mínum. Við höfum samt alltaf þurft að skipta yfir í IPX til að geta spilað saman, hann gengur víst ekki á TCP/IP.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..