Þar sem það virðist kvartað svo yfir að það sé ekkert að gerast á þessu áhugamáli datt mér í hug að tala svolítið um C&C Generals og þær skemmtilegu línur sem unitin segja stundum.

Það er auðvitað alltaf jafn gaman að þessum ræfli sem byggir GLA byggingarnar, en hann gerir meira en það; hann getur líka leitað að jarðsprengjum og segir þá:“This may be painful” með smá hræðslu í röddinni.

Síðan er það ókurteisi Quad Cannon bíllinn sem þykist yfir alla hafinn. Hann getur skotið á flugvélar og gerir það yfirleitt sjálfkrafa svo að maður tekur ekki eftir því sem hann segir þegar honum er sagt að gera það, t.d. “Cut them down”, “clip their wings” og uppáhalds línuna mína af öllum unitunum(með röddinni): “Annoying pests”.

Hjá Kína hefur Helix-þyrlan nokkuð… ‘brjálæðingslega’ rödd sem nýtur sín best þegar henni er sagt að gera árás og segir “We're gonna ruin somebody's day”

Fyrst talað er um línur hersins er ekki úr vegi að minnast á það sem herforingjarnir segja við mann í General's Challenge sem er margt og mikið, og þarf maður að fara í gegnum það nokkrum sinnum til að eiga möguleika á að heyra það allt. Allir eiga þeir sér línu sem þeir segja þegar maður er búinn að þjálfa ákveðið mikið af infantry.
Kwai:“You have trained too many men, general. They will all be crushed beneath my treads.”
Towns:“Quite a few infantry you've trained there, general. I can't wait to see this crazy plan.”
Thrax:“Do you enjoy seeing your men glow in the dark? BUILD MORE, THEN! Haha.”
Leang:“Your men are outnumbered, general. Do not attempt to make a greater horde than China.”


Dr. Thrax er einstaklega magnaður gaur og hefur nokkrar sérstakar línur, t.d. þegar maður skýtur nuke: “That nuclear missle will only mutate us. We will grow EVEN STRONGER!”
og ef maður rústar annað hvort Command Center eða Palace sem hann endurbyggir og maður rústar því aftur segir hann: “AHH! I had my wine-collection in there!”
Einstaka sinnum hefur hann sagt “Aww, what do you have against toxins, eh? Have you seen what they put in food these days?”


General Towns. Sá gaur þykist alltaf vera betri en maður sjálfur svo það er næstum hægt að halda hátíð þegar maður sigrar hann. Meðan maður berst við að halda stöðinni sinni í heilu lagi segir hann t.d. “I am about to attack. I thought you could use the warning.” þegar hann fer að gera árás. Þegar maður fer loksins að ná yfirhöndinni segir hann hluti eins og “How can you be winning? This isn't how it played out in the simulation.”


General Tao. Þennann gaur er vandasamt að sigra. Kannski ekki furða þar sem hann hefur 5 kjarnorkusprengjur, hverja á 12 mínútna niðurtalningu. Stuttu eftir að maður byrjar borðið byrjar fyrsta niðurtalning og þá segir hann: “Oh, look. I have a nuke all ready for you.”
Eftir tæplega 3 mínútur sést önnur og segir hann þá: “Two nukes! Oh, I am pleased.”
Eftir smá stund í viðbót: “Three nukes. That's three times the fun.”
Síðan “Four nukes. Incredible!”
Og að lokum “Five nukes. Shall I send you a new pair of pants now?”
Aðrar sniðugar setningar sem ég hef heyrt hann segja:
“Out of funds already, general? You should know war is expensive.”
“How long were you planning on staying in my base? Maybe I should prepare a bunk for you.”
“Why do you destroy my barracks, general? It is not my MEN you should fear.”
“No nukes? Who could think of such a thing?”


General Kwai. Það er gaurinn sem sendir á mann skriðdreka. Og fleiri skriðdreka. Og enn fleiri skriðdreka. Það er ekki ofsögum sagt að hann hefur tröllatrú á skriðdrekum. Í þau skipti sem ég hef barist við hann hef ég þurft að hanga heima í vörn lengst af. Á meðan segir Kwai hluti eins og: “We are waiting for your assault, general. But I am beginning to wonder if it will ever come…” og “Soon the field will fill with tanks. MY tanks.”


Ég nenni ekki að halda áfram, svo ég klára þetta bara á setningu sem Kassad sagði eitt sinn:
“Only a chemist would run out of power.”
Endilega segið frá einhverjum línum sem ykkur finnast skemmtilegar.