Góðan dag.
Ég skrifa hér nú til að tilkynna það að við hjá Derelict Studios erum ný búnir að gefa út aðra útgáfu af Blitzkrieg 2, Mod fyrir C&C Generals: Zero Hour. Þeir sem ekki kannast við fyrstu útgáfu Blitzkrieg 2 eða Blitzkrieg 1 sem kom út fyrir Red Alert 2, þá fjallar þetta mod um Seinni Heimstyrðjöldina en þú tekur við stjórn Bandamanna, Þjóðverja eða Rússa.
Í fyrstu útgáfu var einbeint að bardögum hér á jörðu niðri, sem sagt var barist með hermönnum og skriðdrekum. En nú með annari útgáfu höfum við bætt inn Flugvélum og súpervopnum, svo sem:
B-17 Bombing Run sem Bandamenn fá. Þjóðverjar fá V1 strike á meðan Rússar nota skriðdrekana sína óspart og geta kallað inn skriðdreka sveit hvaðan sem er af kortinu.
Þrátt fyrir það að Blitzkrieg er hugsað sem aðalega spilað á netinu þá fylgir 5 mission-a Campaign hjá Axis en Mod-ið er ennþá í vinnslu og munu Rússnesku og Breta-og-Bandaríkja mission-in koma síðar. Einnig er búið að laga AI kóðann fyrir sum borð fyrir þetta en það vantar enþá AI kóðann fyrir bandamenn og er AI kóðinn bara tilbúinn fyrir Hard og Brutal fyrir Axis og Rússa.
Ég vill benda á það að Mod-ið er ENÞÁ BETA ÚTGÁFA OG ENÞÁ Í VINNSLU. Einnig vill ég nota tækifærið og benda á að ÞETTA ER FYRST OG FREMST HUGSAÐ SEM SPILUN Á NETINU.
Við munum uppfæra Blitzkrieg 2 með littlum pötch-um hér og þar þangað til við komumst að þriðju útgáfu sem mun vera þá Full útgáfan, semsagt ekki lengur Beta útgáfa. Næst á eftir því fylgja svo tvær aðrar útgáfur, sem má lýta á sem meira út í viðbætur en við hyggjumst ætla að bæta við skipum í einni útgáfuni og svo Japönum í annari en það er langt í það. :)
Ég hef því miður ekki Íslenska slóð að mod-inu en það væri gaman að sjá þetta á Huga eitthvern daginn. Mod-ið er 150 mb stórt og hægt er að ná í það á http://www.derelictstudios.net/blitz2/index.php?pa ge=b2downloads
Svo að lokum vill ég benda á að hægt er að fara á Aðalsíðuna fyrir mod-ið og skoða þar ýmsar myndir og upplýsingar um Blitzkrieg 2 sem og fara á forum-ið og spjalla við okkur þar. http://www.derelictstudios.net/blitz2/index.php
Kveðja
FatJoe