Leyfðu mér að giska… þú hefur átt leikinn í nokkurn tíma en nenntir aldrei að prófa hann online?
Jæja, allavega, hérna er svar:
Þú skráir þig inn (Eða býrð til nýjan “reikning”) og ferð svo inn í lobbíið. Ef þú ert ekki með nýja plásturinn (1.4) þá þarftu að downloada honum. Ég legg samt til að downloada honum ekki í gegnum leikinn heldur af heimasíðu Westwood eða álíka, það er mun hraðara.
Í lobbíinu sérðu fullt af leikjum sem eru í gangi. Þar eru merki sem að gefa til kynna hvers konar leikur er í gangi (Tournament, Open eða Private) Síðan velurðu leik sem að er ekki fullur og byrjar að spila! Ef þú vilt frekar búa til þinn eigin þá er það ekkert mál. Maður þarf venjulega ekki að bíða lengur en í 7-10 mínútur áður en einhver hoppar inn!<br><br>Royal Fool