Ég var að installa RA2, ætlaði mér að rifja upp gamla og góða tíma. En þegar ég starta leiknum, og fer í fyrsta missionið hjá Allies, þar sem Tanya á að stúta dreadnoughts skipunum í Hudson river, þá deyr hún sjálfkrafa áður en hún kemst að skipunum, og missionið feilar þess vegna. Ég testaði að fara í fyrsta soviet missionið eftir þetta. Ég fæ kallana og tuðran byrjar að tala við mig þarna á skjánum. Síðan þegar hún hættir að tala, þá springur Command Centerið mitt og allir kallarnir, og missionið feilar. Þarna var þetta komið á svolítið fyndið stig. Ég ákvað að uninstalla leiknum og installa aftur. Þegar það var búið, fór ég aftur í 1. Allies missionið. Ég náði að klára það án þess að Tanya drepist sjálfkrafa. En hins vegar í 2. missioni, þegar ég er búinn að láta engineerana captura stöðvarnar, þá springa allar stöðvarnar eftir nokkrar sekúndur sjálfkrafa, plús allir mennirnir sem ég hafði fyrir utan rocketeerana og tanyu. Missionið feilar ekki en það er vonlaust að vinna það svona.
Veit einhver hvað er að ? :)