VARÚÐ, EF AÐ ÞIÐ VILJIÐ LÆRA SJÁLF UM GENERALS ÞÁ SLEPPIÐ ÞVÍ AÐ LESA ÞETTA! Hér eru smá upplýsingar um Generals:

>Í staðinn fyrir að nota verkfræðing (engineer)til að ná byggingum notar maður Rangers (ef að maður er USA). Það er ekki alveg búið að ákveða hvernig það á að vera gert en þeir eru að vinna í því.

>Þegar að maður er að spila á netinu og tengist einhverjum þá er hægt að láta mann vita af því hvort að andstæðingurinn sé með Trainers eða Map Hacks á tölvunni. Þannig getur maður verið varkár í leiknum eða að maður getur slökkt á honum um leið.

>Bílar, tré, ljósastaurar og auðvitað fólk hefur nú þann hæfileika að geta verið eyðilagt í leiknum (hæfileika?:)). Það sem er líka verið að prófa er hluturinn með sært fótgöngulið. Ef að sérstakur maður (í fótgönguliðinu) særist nógu mikið fer hann hægar yfir en að ef að hann væri með fullt. Þetta er dáldið sem að fólkið í EAP vilja hafa með en það er ekki víst að þetta verði í leiknum þegar að hann verður til.

>Red Alert 2 vélin gat verið með um það bil 200-300 hluti í einu borði. Sage vélin í Generals getur núna á tilraunar stigi verið með um það bil 3,000 hluti. Það er þó ennþá verið að prófa þetta.

>Þegar að Rangers ráðast á og drepa óvina fótgöngulið, þá gera þeir það með 2 fyrir 1 radíus sem þýðir að þeir munu drepa tvo óvina menn inni í byggingu og svo deyja. Svo, ef að óvinurinn hefur 10 menn inni í byggingu og þú ert með fjóra Rangers, þá mistekst árásin á bygginguna.

>Bandarískir skriðdrekar geta verið uppgradaðir (fyrirgefið, ég fann ekkert íslenskt orð fyrir þetta) til að bera orustu vélmenni. Vélmennin lækna bara ekki skriðdrekana sem að þau eru með heldur ráðast þau með grimmdarlegri virkni á fótgöngulið. Hópur af skriðdrekum með svona orustu vélmenni geta auðveldlega þurrkað út hópa af mönnum.

>Nú er hægt að sprengja upp stíflur og eyðileggja með vatninu þannig heilu þorpin.

Hér eru nokkrir hlutir úr Generals en þið verðið að muna að það er ekki búið að staðfesta suma hluti:

Bandarískir Hlutir:

> Colonel Burton Hlutur/Hetja: Hann er persóna í single player borðunum og hann er svona commando maður og hann er möguleg persóna sem Bandaríski hetju hluturinn. Hann getur klifrað upp og niður klettaveggi og hann getur sett C4 á byggingar. Sprengiefnið virkar ekki bara sem tímasprengja heldur getur Burton sett sprengiefnið á og sprengt það síðan með fjarstýringu hvar sem er.

>Jarðýta: Núna er maður ekki lengur með Construction Yard heldur Command Center sem að framleiðir jarðýtur. Það geta allir fengið jarðýturnar nema að þær koma í mismunandi formum. Núna byggja jarðýturnar byggingarnar manns. Það er hægt að byggja hvar sem er á kortinu en jarðýtan þarf að fara byggja sjálft húsið. Jarðýturnar geta líka lagað byggingar og bryggjur og þær geta rutt jarðsprengjum burt (það er hægt að uppgrada byggingarnar manns þannig að það komi jarðsprengjur í kringum þær).

>B-52 Sprengjuflugvél: Þessar flugvélar sjá um að varpa fallhlífar mönnum og sjá líka um að varpa sprengjum.

>Crusader skriðdreki: Þessi skriðdreki getur ferðast yfir öll landsvæði, jafnvel vatn. Skriðdrekinn er svona eins og venjulegur skriðdreki en það er hægt að upgrada hann þannig að hann svífur yfir jörðinni. Út af þessu verður hann hraðari en það verður auðveldara að eyðileggja hann. Síðan er hægt að láta hann senda út vélmenni sem svífur hliðina á skriðdrekanum og lagar skriðdrekann og skýtur leysigeisla á óvina hluti. Eins og flugvélar og þyrlur er skriðdrekinn með flugmann sem hoppar út úr skriðdrekanum þegar að hann er búinn að fá ákveðinn mikinn skaða.

>Pilots: Þessir pilots (flugmenn) hoppa út úr flugvélum og skriðdrekum (bara hjá Bandaríkjunum þó) þegar að farartækin eru búinn að fá ákveðinn skaða. Þegar að þeir eru lentir geta þeir fengið “lánað” faratæki en þau þurfa að vera mannlaus til að þeir geti farið í þau. Þegar að þessi farartæki eru svo eyðilögð hoppar flugmaðurinn út og þá er hægt að setja hann í annað faratæki þangað til að hann er drepinn.

>Humvee jeppi: Þessi jeppi er aðal hluturinn þinn á móti mönnum og það er hægt að setja menn inn í hann en bara fáa þó. Það á líka að vera hægt að upgrada það þannig að það breytist og geti lagað alla menn sem fara í jeppann.

Kínverskir hlutir:

>Troop Crawler/APC: Þessi hlutur er til að flytja menn og það er hægt að setja 20 menn inn í hann. Mennirnir fylgja með bílnum þannig að maður þarf ekki að fylla hann sjálfur. Bíllinn læknar líka alla hluti sem að fara inn í hann.

>Propaganda Blimp: Þessi hlutur minnir dálítið á Kirovin úr RA2 en hann varpar þó ekki sprengjum. Þessi hægfara hlutur er með hátalara á hliðinni og hann þylur á kínversku orð til að kæta mennina (sem sagt:“Við erum Kína, enginn getur sigrað okkur, þið eruð bestir og blablablablabla”) þannig að mennirnir hlaupa hraðar og skjóta hraðar. Þessi hlutur getur þó ekki varið sig.

>Inferno Cannon: Inferno skriðdrekinn líkist mjög eldskriðdrekunum úr fyrri C&C leikjum en hann er samt öðruvísi. Þetta er hægfara skriðdreki sem getur búið til eldhaf á fáeinum sekúndum og er hann mjög góður gegn mönnum, en hann getur líka skaðað bygginar. Þegar að skriðdrekinn er sprengdur springur hann í risastórum eldbolta sem kveikir í öllum sem eru of nálægt. Hljómar eins og mín týpa:).

>Nuke Cannon: Er svona eins konar stórskota byssa sem skýtur kjarnorkuoddum (eða einhverju líku). Á að vera frekar góð.

>General: Hver her(Bandaríkin, GLA og Kína) hefur þrjá hershöfðingja sem maður velur í byrjun. Það er bara hægt að velja einn. Hershöfðinginn dvelur í Command Centerinu og ef að það er eyðilagt kemur hershöfðinginn í ljós og þarf maður að vernda hann þangað til að maður er búinn að búa til nýtt Command Center og þá þarf bara að senda hershöfðingjann inn í það.
Ef að maður er að spila á netinu veit maður yfirleitt hvaða her óvinurinn er en maður þarf að komast að því hvaða hershöfðingja hann hefur. Hver hershöfðingi hefur flotta hæfileika eins og einn gefur manni nýja tegund af skriðdreka plús fleira.

Ég veit eiginlega ekki mikið um hriðjuverkamennina sem stofnuðu GLA(Global Liberation Army) en ég skal reyna að skrifa grein um þá seinna. Það er mikið meira af hlutum til en ég veit því miður ekkert um þá.
Kveðja, Sigtryggur.