Tími fyrir breytingar
Kæru nördar nær og fjær!

Ég á ennþá erfitt með að trúa að nýi Hugi sé komin í loft og allt sem fylgir því, en með nýjum tímum koma nýjir hlutir eins og má sjá á útliti vefsins og virkni hans. Framtíð Huga er okkar notenda í höndum og legg ég til að við gerum hann vinsælari en áður fyrr.

Ritstjóri:
Okkar fyrsta og allra mikilvægasta verk á þessum mikilvægu tímamótum í lífi vefsins er að fá til okkar nýja notendur sem og gamla.

Flestir hafa nú tekið eftir að þegar nýi Hugi kom upp varð allt frekar kramið og þarf að endurraða áhugamálunum og gera þau snyrtileg, ásamt því að sumt efni er ekki lengur vinsælt eins og það var í denn og er komin tími á breytingar og nýja hluti. Herkænskuleikir mun því taka nýja og vinsæla leiki í stað þeirra gömlu í þeirri von að ná til sem flestra, en ég bendi á að allt gamalt efni er enn til staðar og hefur verið falið.

Eins og nafnið ber munu herkænskuleikir taka inn nýja leiki á borð við Dota 2, League of Legends, Heroes of Newerth og jafnvel fleiri. Ég bið ykkur notendur að sýna biðlund á meðan við stjórnendur erum að taka til í leikja áhugamálunum. Allar hugmyndir eru vel þegnar og skulu þær beinast til stjórnendur.

Ritstjóri:
Leggjum okkur fram til hins fyllsta og látum til okkar taka. Ef við sameinumst getum við fengið að sjá Huga jafnvel stærri en hann var fyrir tíma Facebook, tröllsins mikla sem tröllríður öllu og ógnar lífi opinna spjallvefja þar sem að fólk getur talað við hvurn sem er án takmarkanna annarra en þeirra að sýna sjálfgefna tillitssemi og aðgát í nærveru sálar.

Kær kveðja,
whiMp